Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Árgangur

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1880, Síða 32

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1880, Síða 32
Júni 18.—20. Haldinn í Rcykjavík aratsráðsfundnr í suður- amtinu. Amtsráðsmenn: Dr. Grímur Thomsen og síraSkúli Gíslason. — 20. Yeitti landshöfðingi 480 kr. til vegabóta yíir Bröttu- brekkn í Dala sýslu. — s. d. Fundur haldinn í Hafnarfirði til að ræða um nauð- synlegar breytingar á veiðiaðferð og fiskiverkunaraðferð þeirri, er tíðkazt hefir við Faxaflóa. — 25. Veitti landshöfðingi Tjörn í Svarfaðardal síra Kristjáni Eldjárni þórarinssyni, presti að Stað í Grindavík. — s. d. Kirkna- og prestamálsfundir fyrir Eyjafjarðarprófasts- dæmi á Akureyri, og fyrir Gullbringu og Kjósarprófastsdæmi og Reykjavík að Görðum á Álptanesi. — 27. Andaðist á Oddeyri J. Chr. Jensen verzlunarmaður, um fertugt. — 29. Veitti landshöfðingi. sbagfirzka kvennaskólanum 200 kr. styrk, með því skilyrði, að skólanum yrði veittur að minnsta kosti jafnmikill styrkur úr sýslusjóði. — s. d. Vorfundur.. á þórnesi eystra um Gránufjelagsmál, stjórnarmál og bindindismál. Síðast í mánuðinum útskrifuðust úr lærða skólanum 10 stúdentar. Júlí 8. Veitti konungur læknisembættið í 18. læknishjeraði (Rangárvallasýslu) Boga Pjeturssyni, lækni í Skagafjar-Sar sýslu. — s. d. Brjef ráðgjafans um, að hann hafi keypt handrita- og bókasafn Jóns alþingisforseta Sigurðssonar til handa lands- sjóðnum fyrir 25,000 kr. — s. d. Rituðu íslendingar í Kaupmannahöfn Dr. Konráði Gíslasyni, kennara í fornfræði og íslenzku við háskólann þar, heiðursávarp á 70. afmælisdegi hans. — 4. Prestastefna i Reykjavík. Samþykkt var, að stipts- yfirvöldin skyldu framvegis leggja fyrir synodus frnmvarp til úthlutunar á peningum til uppgjafapresta og prestaekkna, en synodus tæki sjer framvegis fyrir hendur að ræiía kirkj- uleg mál. j>eim þórarni prófasti í Görðum og síra Hall- grími i Reykjavík var og falið á hendur að leitast við að koma á fót kirkjulegu tímariti — 5. Síðari ársfundur búnaðarfjelags suðuramtsins. Akveðið var meðal annars, að fjelagið skyldi styðja að því, að sýn- ingar á lifandi peningi kæmust á, og rita í þeim tilgangi öllum sýslunefndum á landinu. — 6. Ráðgjaflnn veitir 2,000 kr. lán til að byggja upp aptur Lundarbrekkukirkju í Bárðardal. — 10. Prestamálsfundur að Brjánslæk á Barðaströnd. — 11.—13. Amtsráðsfundur í vesturamtinu í Iljarðarholti í Stafholtstungum. Auk amtmanns mættu Sigurður sýslu- maður Sverrisson og Hjálmur alþingismaður Pjetursson. (so)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.