Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1880, Side 33
Júlí 12. Staðfesti konungur lög um lausafjártíund og lög um
gjafsóknir.
— s. d. Eáðgjafinn færir rök fyrir, hvers vegna konungur
synjaði staðfestingar á lögum um fiskiveiðar þegna Dana-
konungs og lögum um rjettindi hjerlendra kaupmanna.
— 13. Veitti laudshöfðingi Hvanneyri í Siglufirði kand. Skapta
Jónssyni.
— s. d. Kom til Beykjavíkur gufuskip frá Mr. Slimon í Skot-
landi. þetta ár komu skip frá honum 8 ferðir til ýmissa
staða á Islandi, til þess að sækja vesturfara, hesta og sauð-
fje. Til Vesturheims fóru alls Jietta sumar 422. Af þeim
fóru hátt á 2. hundrað til Nýja-íslands, 100 til Minnesota,
100 til Ontario og nokkrir til Nýja-Skotlands.
•— s. d. Pimm sjómenn norskir á bát frá selveiðaskipi frá
Túnsbergi náðu landi í Keflavík undir Jökli eptir 7 daga
hrakning í Grænlandshafi um 50 vikur sjávar með selskinnum
fyrir segl.
— 19. Prestamálsfundur í Norðurmúlaprófastsdæmi að Hofi.
•— 20. Fundur í Beykjavík til að ræða um nauðsynlegar um-
hætur á fiskiverkun við Faxaflóa.
— 23. 207 marsvín rekin á land í Njarðvíkum.
— 27. Gáfu þeir þórarinn prófasts Böðvarsson og Hallgrímur
prestur Sveinsson út boðsbrjef um kirkjulegt tímarit íslenzkt.
— 28. Vígði biskup kand. Skapta Jónsson til prests að
Hvanneyri í Siglufirði.
— 29. Var síra Bergur Jónsson í Vallanesi skipaður prófastur
í Suður-Múlaprófastsdæmi.
— 30. Sigldi Björn Jónsson ritstjóri „ísafoldar11 til Kaup-
mannahafnar, cn Dr. Grímur Thomsen tók að sjer ritstjórn
blaðsins í fjarvist hans.
— s. d. Skýrsla um bindindisfjelög: í Saurhæ í Dala sýslu,
Goðdalaprestakalli, Höfðahverfi, Möðruvallaklausturs presta-
kalli, Saurbæjarhrepp í Eyjafirði, Fnjóskadal, Köldukinn,
Grenjaðarstaða prestakalli, þistilsfirði, Norðfirði og . Vest-
mannaeyjum.
— s. d. Staðfesti konungur skipulagsskrá ,fyrir styrktarsjóð
handa þeim, er bíða tjón af jarðeldi á Islandi. Innstæða
sjóðsins 15 500 kr.
— 31. Fjekk síra Sigurður Gunnarsson á Hallormsstað kon-
gunsleyfi til að stofna prentsmiðju á Vestdalseyri við Seyðis-
fjórð.
— s. d. Veitti konungur síra Páli Jónssyni Matthiesen, presti
að Arnarbæli, lausn frá embætti sínu.
Ágúst 2. Veitti landshöfðingi 3 Islendingum, er stunda búfræði
við skólann á Stend í Noregi, 800 kr. styrk alls, og 233 kr.
upp í laun jarðyrkjumanns Olafs Bjarnarsonar.
— 3. Veitti landshöfðingi Kvíabekk í Eyjafirði síra Magnúsi
Jósepssyni, presti að Lundarbrekku.
— 10. Staður í Grindavík veittur síra Oddi Vigfúsi Gíslasyni,
presti að Lundi.
(31)