Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1880, Page 35
September 10. Hjeraðsfundur í Hafnarfirði um samþykktar-
uppástungur viðvíkjandi fiskiveiðum á opnum bátum.
— 14. —16. Aukafundur amtsráðsins í suðurumdæminu.
15. Ofsaveður mikið undir Austur-Eyjafjöllum. Hávaði manna
missti eitt eða fleiri kýrfóður af heyi.
— 16. Skaðaveður mikið austanlands.
~ 17. Landshöfðingi úrskurðar, að Álptanessshreppur skuli
frá fardögum 1879 skiptast í 2 hreppa, Bessastaðahrepp og
Garðahrepp.
— 19. Kosnir þingmenn fyrir Skagafjarðar sýslu í stað síra
Jóns sál. Blöndals og Einars Guðmundssonar á Hraunum,
er hafði sagt af sjer þingmennsku: Jón ritari Jónsson úr
Reykjavík og Eriðrik bóndi Stefánsson í Vallholti.
— 24. Ráðgjafinn leyfir, að „kristilegan barnalærdóm“ eptir
síra Helga prestaskólakennara Hálfdánarsou megi hafa við
undirbúning unglinga undir fermingu jafnhliða lærdóms-
bókum þeirra Balslevs og Balles,
— 25. Brjef ráðgjafans um, að konungur hafi fallizt á, að
Breiðuvíkurþinga prestakall í Snæfellsnes sýslu skuli leggjast
niður, þannig að Knararkirkja sje lögð niður, og sóknin
lögð til Búðasóknar, og að Einarslónskirkja sje lögð niður,
og sóknin skiptist milli Ingjaldshólssóknar í Nesþingapresta-
kalli og Laugarbrekkusóknar.
— 27. Var málflutningsmaður Guðmundur Pálsson settur sýslu-
maður í Mýra og Borgarfjarðar sýslu.
— 30. Andaðist í Reykjavík ekkjufrú Sigríður þórðardóttir
Stephensen, 76 ára, ekkja Ólafs sekretera Stephensens í
Viðey (áður gipt síra Tómasi Sæmundssyni á Breiðabólstað
í Eljótshlíð).
— s. d. Auglýsingar laudshöfðingja um sýsluvegi í vesturamt-
inu og suðuramtinu.
í septembermánuði andaðist að Krossanesi í Skagafirði
Stefán stúdent Einarsson.
Oktober 2. Kosinn alþingismaður í Stranda sýslu í stað Torfa
Einarssonar kand. Björn Jónsson, ritstjóri „Isafoldar“.
— 5. Var Jón ritari lónsson settur um standarsakir málflutn-
ingsmaður við yfirdóminn.
— 11. Veitti landshöfðingi Kristjáui bókbindara þorgrímssyni 300
kr. styrk til að gefa út danska lestrarbók.
— 13. Vígður kandídat Jóhann Lúther Sveinbjarnarson til að
vera aðstoðarprestur Daníels prófasts fialldórssonar á
Hrafnagili.
— 21.-26. Mesta ofsaveður um allt land, með miklum fann-
komum eystra og nyrðra. Á Austurlandi byrjaði hretið
fyrr, verst þar 6, —12. okt. Stórtjón á fje. Nokkrir menn
urðu úti. Mörg skip strönduðu í þessum veðrum: lí Reykj-
avík, 2 Sauðárkróki, 2 á Blönduósi, 2 á Vopnafirði, 1 á
. Papós, og fleiri.
— 23. Aðfaranótt þess dags andaðist að Syðra-Laugalandi í
(3a)