Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1880, Page 38

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1880, Page 38
þessvegna var það heldur ekki neitt undarlegt, að ungu stúlkurnar tækju Magnús fram yfir Bjarna. þarna stóð nú stór flokkur af þeim; þær horfðu á skemmtunina og vildu hjartans fegnar fara með; þær vissu það, að það mundi vera undurgam- an, að renna niður hólinn, skjótara en fuglinu fljúgandi. „Viltu renna þér með mér. Guðrún?“, sagði Bjarni, „ég læt ekki sleðann velta, því að ég fer svo varlega.“ „Nei, það vil ég ekki“, sagði Guðrún; Bjarni renndi sér þá einn niður hólinn, og var aptur seinastur allra, en ungu stúlk- urnar hlógu að. — Hún var ofur-lagleg, hún Guðrún litla; skotthúfan með græna skottinu og silfurhólknum fór litla höfðinu afbragðsvel; en það, sem menn strax tóku eptir, var síða hárið hennar, gult á litinn og silkimjúkt; hún var stóreygð og augun gáfuleg; neflð var lítið. Hún var í dökkri prjónpeisu og dökku vað- máls-pilsi, sem fór henni svo, að þau voru alveg sniðin eptir hinn afhragðsfagra, þýðlega vaxtarlagi hennar; hún hafði sílkiklút um hálsinn og hnýtt knýti á að framan, og skein sólin á marglita blómsauminn á endunum. Hún gekk líka strax Magnúsi í angu,- og þegar hann var kominn upp á hólinn, spurði hann hana: „Viltu renna þér með mér, Guðrún? ég fer hart á fleygi- ferð Hún hugsaði sig um, og hafði einn fingurinn uppi í sér á meðan, en hinar ungu stúlkurnar hnipptu í hana; þær vildu láta hana byrja, og ætluðu sér svo að koma á eptir — og svo settist hún i sleðann hjá Magnúsi. þau runnu niður hólinn, og svo hart, að þau voru nærri búin að renna Bjarna um koll, þogar hann mætti þeim; hann dró sleðann á eptir sér, og var að klifrast upp liólum. „Hann fer nú ætíð svo hvatlega, bara að þolgæðin sje eptir því“, sagði Bjarni. — — Árin liðu og börnin urðu fulltíða. Guðrún var orðin gjaf- vaxta mey, hrein eins og norðanvindurinn, og björt eins og; — en sleppum samlíkingum. það er nóg að segja, að hún var fegurst mey í sýslunni og þó víðar væri leitað. Magnús og Bjarni voru báðir efnilegustu menn; báðir voru þeir formenn fyrir bátum sínum heima á vetrum, en á sumrum voru þeir í kaupavinnu og höfðu bezta kaup. Skrafskjóðurnar í kaupstaðn- um voru að hvísla því að vinkonum sinum, að þeim litist báðum vel á Guðrúnu. Að svo væri umMagnús, það vissi Guðrún vel; hann hafði mörgum sinnum sagt henni, hvað hún væri falleg, og henni þótti ekkert að því að heyra það; hann var æði-mun skemmti- legri heldur en þverhöfðinn hann Bjarni, sem aldrei talaði orð af munni. Bjarni hafði aldrei sagt henni á leiðinni frá kirkj- unni, hvað vel henni færi íslenzka skrauttreyjan með silfur- baldýringunum; hann hafði aldrei hjálpað henni yfir mýrarnar á leiðinni og aídrei látið hana á hestbak. En það stóð henni líka alveg á sama — hvað kærði hún sig um hann Bjarna? — (36)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.