Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1880, Blaðsíða 48
Til þess að komast a# þvi, hversu mikiis af hverju efni
maSurinn þyrfti til næringar, hefur orSiS nákvæmlega aS rann-
saka hlutföllin á milli efnanna í fæSu þeirri, sem maSurinn þarf
til vanalegs lífsvi-Surhalds, og þeirra efna, er út af líkamanum
fara. Á þann hátt hafa menn, eins og fyrr er getiS, komizt
aS þeirri niSurstöSu, a,V holdgjafalausu efnin (kolahydröt og
flta) ein saman eru ónóg til þess atf viffhalda lífinu, hversu
mikils sem neytt er af þeim. Til þess aií lifa, þarf fullorfíinn
maður á hverjum 24 klukkustundum aS fá í fæSu sinni 10
kvint af eggjahvítuefnum; en þó eru holdgjafalausu efnin svo
nauðsynleg með hinum, að fuilorðinn maður þarf á sama tímu
47 kvint af fítuefnum eða 83 kvint af sterkju. Hver sá, sem
liflr af eintómum fituefnum, fltnar mjög, en líkaminn verður
brátt máttlaus og andinn sljóvgast meir og meir, uns maðurinn
deyr; þeir sem nærast á eintómum eggjahvítuefnum, megrast
óðum, vöðvarnir þrútna og stækka, en loks deyja þeir þó úr hor.
þ. Th.
(«)