Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2004, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2004, Síða 18
:t m áváívs i flUDA.- uv.Qiflí 78 ÞRIÐJUDACUR 29. JÚNÍ2004 toqi Sport DV * f. * * Milan Baros er markahæsti leikmaður Evrópumótsins í Portúgal með fimm mörk í fjórum leikjum. Hann hefur skorað í öllum leikjum Tékka og er aðeins einum leik frá því að jafna met Michel Platini, sem skoraði í fimm leikjum í röð á EM 1984. Bansnn Bnrns • Hinn geðþekki þýski tannlæknir Markus Merk hefur verið valinn til þess að dæma úrslitaleik EM sem fram fer á sunnudag. Merk hefur þótt dæma vel á EM og á það fylli- lega skilið að fá að dæma úrslita- leikinn. Pierluigi Collina mun dæma undanúrslitaleik Hollend- inga og Portúgala en Svíinn Anders Frisk dæmir hinn undanúrslita- leikinn sem er á milli Tékka og Grikkja. Ekkert pláss er fyrir Svisslendinginn Urs Maier sem lengi vel var talinn líklegur til þess að dæma úrslitaleikinn en öll lætin í kringum leik Englendinga og Portúgala hafa gert það að verkum að hann hefur pakkað saman og er farinn heim. Milan Baros mætti til leiks í Portúgal sem leikmaður sem hafði átt einkar erfitt uppdráttar hjá Liverpool, og engu líkara en að Gerard Houllier hafi gleymt honum. Þegar hann heldur aftur til Anfield gæti farið svo að hann haldi á gullskónum, nýbúinn að sanna sig sem mesti markaskorari lokakeppni Evrópumóts í 20 ár. • Franska knattspyrnusambandið er farið að huga að eftirmanni Jacques Santini sem þjálfara ' franska landsliðsins og tveir menn eru líklegastir til að hreppa hnossið. Fyrst skal nefna Jean Tigana, fyrrum þjálfara Fulham og Monaco, en hann er í miklum metum í Frakklandi enda var hann í frægu liði Frakka sem vann EM 1984. Hann er talinn vera fyrsti valkostur en það kemur frekar á óvart að sá sem næst er nefndur er gamla varnarbuffið Laurent Blanc. Hann hefur aldrei þjálfað og er nýlega búinn að leggja skóna á hilluna. Tveir aðrir menn hafa líka verið orðaðir við stöðuna en þeir eru ekki taldir vera jafn heitir og Tigana og Blanc. Það eru Didier Deschamps, fyrrum fyrirliði landsliðsins og þjálfari Monaco, og Bruno Metsu sem gerði góða hluti með landsliði Senegal á HM 2002. Hann þjálfar landslið Sameinuðu arabísku furstadæmanna í dag og tekur feitan pening fyrir. m . c \ Ift: • Danski framherjinn Ebbe Sand tilkynnti eftir leik Dana og Tékka að hann væri hættur að leika með danska landsliðinu. Sand gat reyndar ekki leikið með liðinu í leiknum vegna meiðsla. Ástæða þess að hann hættir með lands- liðinu er svipuð og hjá Alan Shearer á sínum tíma - hann vill nota alla sína krafta með félagsliði sínu, Schalke. „Mér finnst að ég hafi ekki lengur orku til þess að spila bæði fyrir félagshð og landslið," sagði Sand sem er orðinn 31 árs. „Þetta er mjög erfitt líkamlega og ég einfaldega sé ekki fram á að geta þetta mikið lengur. Sand lék 66 landsleiki fyrir Dani og skoraði í þeim 22 mörk. Hann fékk krabba- mein í eistun 1998 en vann sig úr þeim veikindum og komst aftur í landsliðið. „Ef einhver hefði sagt við mig fyrir keppnina að ég myndi skora fimm mörk til að hjálpa Tékkum að komast í undanúrslit, þá hefði ég hlegið," sagði hinn 22 ára gamli framherji þegar hann hafði nýlokið við að skora tvö mörk fyrir Tékka gegn Dönum í 8-liða úrslitunum. „Það voru erfiðar tímar hjá mér á síðasta tímabili, fyrst með meiðslin og síðan að fá ekki tækifæri með Liverpool, en ég vissi alltaf að ég yrði tilbúinn fyrir EM,“ segir Baros. Og tilbúinn var hann. Mörkin hans fimm hafa verið hvert öðru glæsilegra og er það aðeins Michael Platini sem hefur skorað fleiri mörk á einu og sama Evrópumótinu - alls níu talsins árið 1984, þegar hann leiddi lið Frakka til sigurs. Og ef Baros skorar í næsta leik mun hann jafna annað met í eigu Platini - að skora í fimm leikjum á Evrópumótinu í röð. Þessi glæsta frammistaða Baros kemur auk þess á hárréttu augnabliki og má telja líklegt að hann hafi sannfært Rafael Benitez, nýjan stjóra Liverpool, um að hann sé rétti maðurinn til að leiða sóknina á næstu leiktíð. Michael Owen hvað? Óánægður hjá Liverpool „Gerard Houllier tók úr mér allt sjálfstraust. Hann valdi mig aldrei í liðið og ég hafði íhugað alvarlega að fara frá félaginu í sumar. Það var mjög sárt að fá ekki að spila. Ég var í fínu formi og mér fannst þetta ósanngjarnt," sagði Baros við fjöl- miðla í Portúgal í vikunni. Það var ekki nema rúmur mánuður liðinn af síðasta keppnis- tímabili þegar Baros ökklabrotnaði í leik gegn Blackburn. Hann var fimm mánuði að jafna sig og var ekki kominn í almennilegt leikform fyrr en í mars. Baros virkaði frfskur og endurnærður þegar hann snéri aftur, skoraði mark f deildinni og annað í bikarnum og var að standa sig mun betur en Michael Owen. Það var síðan í leik gegn Manchester United sem Houllier ákvað, án nokkurra útskýringa, að taka Baros úr leikmannahópnum og setja Harry Kewell fyrir aftan Owen einan í framlínunni. Liverpool vann leikinn sannfærandi 1-0 og Baros eyddi restinni af tímabilinu ýmist á tréverkinu eða uppi í áhorf- endastúku. „Það kom mér á óvart að vera hunsaður, enda fannst mér ég vera að standa mig vel,“ segir Baros, sem hefur skorað 21 mark í 29 lands- leikjum fyrir Tékka, þar af 11 mörk í síðustu 10 landsleikjum. „Ég sparaði krafta mína fyrir EM. En ég er viss um að ég geti spilað á sama hátt ef ég bara fengi tækifæri til þess hjá Liverpool," bætir Baros við. Gullskórinn í vændum? Með tilkomu Benitez í stjórastólinn sér Baros fram á breytta tíma. „Allir í leikmanna- hópnum byrja á sama stað þegar nýr þjálfari kemur til sögunnar. Allir þurfa að sanna sig. Nú langar mig að vera um kyrrt og verða hluti af liði Benitez," segir Baros. Samherji hans hjá Liverpool og Tékklandi, Vladimir Smicer, lítur stórt á Baros. „Ef hann er með sjálfstraustið í lagi þá er Milan stórkostlegur. Og hann er ekki nema 22 ára, gleymið því ekki," segir Smicer. Því hefur stundum verið fleygt að Baros leiki öðruvísi með landsliðinu en Liverpool. Hann sjálfur segir það vera tómt kjaftæði. „Ég hef minn leikstíl og spila alltaf eins, hvort sem það er með Liverpool eða Tékklandi. Nú vona ég bara að ég nái að halda þessu formi fram á næsta tímabil. Og ég er viss um að ég get það,“ segir Baros. Á þessari stundu getur enginn hruflað við Baros. Wayne Rooney er úr leik, og Ruud Van Nistelrooy er með einu marki „Efhann er með sjálfstraustið í lagi þá erMilan stórkost- legur. Og hann er ekki nema 22 ára, gleymið því ekki." minna í keppninni. Hann er á góðri leið með að verða maður mótsins og með hliðsjón af sóknartilburðum Tékka, má telja líklegt að hann eigi eftir að bæta við. Liðið hefur sigrað í síðustu níu landsleikjum og skorað tvö mörk eða meira í þeim öllum. vignir@dvJs BAROS MEÐTÉKKLANDI Milan Baros hefur skorað í sex síðustu landsleikjum með tékk- neska landsliðinu og 17 mörk í síðustu 18 landsleikjum frá árinu 2002. Leikir og mörk eftir árum: 2001 8 leikir/4 mörk 2002 6/4 2003 7/4 2004 8/9 Samtals 29 leikir/21 mark ,Efeinhver hefði sagt við mig fyrir keppnina að ég hefði skorað fimm mörk til að , I hjálpa Tékkum f BL komast í undan- /1 ■L úrslit, þá hefði ég M hlegið." M Landsleikir eftir spilatíma: Spilar 0—45 mínútur 13sinnum Spilar 46-90 mínútur 8sinnum Milan Baros hefur aðeins fimm sinnum klárað heilar 90 mínútur meðTékklandi. Alls hefur Milan Baros skorað 21 marká þeim 1.717 mínútum sem hann hefur spilað fyrir tékkneska landsliðið. Það gerir mark á tæplega 82. mínútu fresti. Milan Baros hefur aðeins tvisvar leikið 90 mínútur með Tékkum án þess að skora, annað skiptið var gegn (slendingum á Laugardalsvellinum 1. september 2001. Það var fjórði landsleikur hans og (sland vann leikinn 3-1. Þegar tölfræði Baros í gegnum árin er skoðuð sést að þarna er á ferð markaskorari eins og þeir gerast bestir. Það vekur því furðu að hann skuli ekki fá fleiri tækifæri en raun ber vitni hjá Liverpool Liverpool: Leikir: 61 Byrjað inn á: 30 Skipt inn á/Skipt út af 31/18 Mörk: 14 Banik Ostrava: Leikir: 12 Byrjað inn á: 12 Skipt inn á/Skipt út af 0/0 Mörk: 15 Tékkland: Leikir: 29 Byrjað inn á: 23 Skipt inn á/Skipt út af 6/6 Mörk: 21 Tékkland u-21: Leikir: 14 Byrjað inn á: 8 Skipt inn á/Skipt út af 6/6 Mörk: 9 Einu af fimm mörkunum fagnað Milan Baros hefur skoraö fimm mörk á þeim 279 mínútum sem hann hefur spilað með Tékkum á mótinu. Þetta gerir mark á aðeins 55,8 mfnútna fresti. Milan hefur skorað i markanna með vinstri fæti en hin fjögur meö þeim hægri. Öll mörkin hans hafa komið inn í vítateig en fyrir utan markteig. w

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.