Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2004, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2004, Blaðsíða 21
BV Sport FIMMTUDAGUR 1. JÚU2004 21 FYLKIR-IBV 8. umferö - Fylkisvöllur-29. júnf Dómari: Gylfi Þór Orrason (2). Áhorfendur: 1040. Gæði leiks: 3. Gul spjöld: Fylkir: Ólafur (24.), Finnur (59.), Björgólfur (74.). - (BV: Einar H. (21.), Jón (75.), Tryggvi (86.), Jeffs (88.). Rauð spjöld: Valur Fannar (59.). Mörk 1-0 BjörgólfurTakefusa 19. aukaspyrna Björgólfur 1-1 Gunnar Heiöar Þorvaldsson 26. skot úr teig Bjarnólfur 1-2 Bjarnólfur Lárusson 60. víti Gunnar Heiðar Leikmenn Fylkir: Bjarni Þórður Halldórsson 3 Gunnar Þór Pétursson 3 (81,KjartanÁgústBreiðdal -) Valur Fannar Gíslason 2 Þórhallur Dan Jóhannsson 4 Kristján Valdimarsson 2 Ólafur Ingi Stigsson 4 Finnur Kolbeinsson 2 Helgi Valur Danielsson 2 Sævar Þór Gíslason 1 Eyjólfur Héöinsson 1 (64, Albert Brynjar Ingason 1) Björgólfur Takefusa 2 (83, Þorbjörn Atli Sveinsson -) Leikmenn fBV: Birkir Kristinsson 3 Matt Garner 4 Einar Hlöðver Sigurðsson 2 Tryggvi Sveinn Bjarnason 3 Mark Schulte 4 Jón Skaftason 1 Einar Þór Daníelsson 4 (90, Bjarni Geir Viðarsson -) Bjarnólfur Lárusson 4 Ian Jeffs 2 Magnús Már Lúðvíksson 1 (84, Andri Ólafsson -) Gunnar Heiðar Þorvaldsson 4 (90, Bjarni Rúnar Einarsson -) Tölfraeðin: Skot (á mark): 9-11 (4-6) Varin skot: Bjarni 4 - Birkir 3. Horn:6-9 Rangstöður: 1-4 Aukaspyrnur fengnar: 21-14. BESTUR Á VELLINUM: Gunnar Heiðar Þorvaldsson, ÍBV KR-STJARNAN 5-1 6. umf. - KR-völlur -29. júnl Mörkin: 1- 0GuðlaugJónsdóttir 16. skot úr teig Hólmfríður 2- 0 Hólmfríður Magnúsdóttir 31. skotúrteig Guðlaug 2- 1 Lilja Kjalarsdóttir 42. skot úr teig Sarah Lentz 3- 1 Hólmfríður Magnúsdóttir 51. skot utan teigs vann bolta 4- 1 Edda Garðarsdóttir 81. aukaspyrna 45 metra færi 5- 1 Guðlaug Jónsdóttir 85. skalli úr markteig Anna Berglind Boltar KR: Hólmfríður Magnúsdóttir Embla Sigriður Grétarsdóttir @@ Guðlaug Jónsdóttir @@ Edda Garðarsdóttir @ Elfa Björk Erlingsdóttir @ Boltar Stjarnan: Nanna Rut Jónsdóttir @ Anna Margrét Gunnarsdóttir @ Alison Jarrow @ Lilja Kjalarsdóttir @ Tölfræðin: Skot (á mark): 35-4(12-1) Varin skot: María 0 - Nanna 5. Horn: 15-1 Rangstöður: 0-4 Aukaspyrnur fengnar: 13-13. BEST AVELLINUM: Hólmfríður Magnúsdóttir, KR K A R L A R LANDSBANKADEILD {j Úrslit: KA-KR 3-2 Fram-FH 1-2 Grindavlk-Keflavík 3-2 || (A-Víkingur 0-2 Fylkir—(BV Staðan: 1-2 Fylkir 8 5 2 1 12-5 17H FH 8 4 3 1 13-8 15 (BV 8 3 3 214-10 12 ÍA 8 3 3 2 9-7 12 KR 8 3 2 3 11-10 11 KA 8 3 1 4 8-10 10 Grindavík 8 2 4 2 9-12 10 Keflavík 8 3 1 4 9-14 10 Vikingur 8 2 1 5 8-12 7 Fram 8 1 2 5 8-13 5 Fyrsta tap Fylkis í sumar átti sér staö á Fylkisvelli á þriðjudag. Þá komu baráttuglaðir leikmenn ÍBV í heimsókn. Jafnteflislykt var af leiknum lengi vel en umdeild vítaspyrna réð úrslitum i leiknum. Gylíi af jólakorta- lista Fylkismanna Gylfi Orrason dómari mun vart fá jólakort frá Fylki í des- ember ef eitthvað er að marka viðbrögð stuðningsmanna félagsins við vítaspyrnu sem hann dæmdi á fyrirliða félagsins, Val Fannar Gíslason. Sú vítaspyrna reyndist skipta öllu í leik Fylkis og ÍBV því úr henni skoraði ÍBV sigurmark leiksins. Valur Fannar fékk að líta rauða spjaldið í kjölfar vítaspyrnudómsins og tíu leikmenn Fylkis ógnuðu ÍBV lítið sem eftir lifði og ÍBV sigraði því, 2-1. Það var kalt og mikill vindur þegr leikurinn fór fram. Þessar aðstæður réðu leikmenn illa við því leikurinn fór ákaflega rólega af stað. Það hafði lítið gerst þegar Björgólfur Takefusa fiskaði aukaspymu á 19. mínútu. Spyrnuna tók hann sjálfur, lyfti boltanum laglega yfir varnarvegg ÍBV og í netið. Glæsilegt mark. Eyjamenn létu snilldartakta Björgólfs ekki slá sig út af laginu heldur jöfnuðu þeir leikinn sjö mínútum síðar. Þá lyfti Bjarnólfur Lárusson boltanum yfir Val Fannar í teignum. Hann endaði við fætur Gunnar Heiðars Þorvaldssonar sem skilaði honum laglega í netið. Hans sjötta mark í sumar en hann er markahæstur í deildinni. Leikurinn féll í rólegheit á ný eftir markið. Leikmenn spiluðu ágætlega úti á velhnum en ailar sóknartilraunir runnu út í sandinn er liðin nálguðust vítateig hvors annars. Vendipunktur leiksins Á 59. mínútu kom síðan vendipunktur leiksins. Gunnar Heiðar Þorvaldsson komst þá inn fyrir vörn Fylkis, sólaði Þórhall Dan og um leið og hann ætlaði að setja boltann í netið kom Valur Fannar aðvífandi, renndi sér í boltann og tók hann af honum. Flestum fannst að Valur hefði aðeins tekið boltann en Gylfi Orrason dómari leiksins var ekki á sama máli - dæmdi víta- spymu og rak Val Fannar af velli. Undirritaður var mjög hissa á vítaspymudómnum í fyrstu - fannst hann í raun glórulaus. En eftir að hafa grandskoðað atvikið á myndbandi er undirritaður á þeirri skoðun að dómur Gylfa hafi verið réttur og í raun er með ólíkindum að honum hafi tekist að sjá brot sem sást ekki fyrr en það var sýnt mjög hægt í sjónvarpi. Bjarnólfur skoraði úr vítinu, kom ÍBV yfir og þar lauk leiknum í raun. Tíu pirraðir leikmenn Fylkis náðu ekki að ógna marki ÍBV að neinu viti en fóru þess í stað mikinn í garð dómarans sem reyndar missti alla stjórn á leiknum eftir vítið. Sævar Þór heppinn Úr varð ein heljarinnar vitíeysa þar sem Sævar hefði til að mynda átt að fjúka út af en stressaður Gylfi hafði ekki kjarkinn til þess að henda honum í bað. Sævari Þór var mjög heitt í hamsi er blaðamaður spjallaði við hann eftir leikinn. „Ég var búinn að ákveða með sjálfum mér fyrir þetta tímabil að hætta að rífa kjaft við dómara en ég get ekki orða bundist yfir þessari frammistöðu Gylfa Orrasonar í dag. Mér fannst þetta ekki vera víti. Gylfi gat ekki svarað þegar hann var spurður að því af hverju hann væri að flauta," sagði Sævar mjög heitur skömmu eftir leikinn. Þrátt fyrir álit hans á dómgæslunni þá var hann sammála blaðamanni um að Fylkir hefði ekki leikið vel. „Við vorum virkilega lélegir í dag. Það er ekki hægt að líta fram hjá því. Ég veit ekki hvað er gerast hjá okkur en við þurfum að rífa okkur upp af rassgatínu." henry@dv.is Wi‘ ....fe.. 'k- Bannað að „teika" Gunnar Þór Pétursson„teikar“ hér BjörgólfTakefusa eftir að hann hafði komið Fylki yfir gegn ÍBV. Það mark dugði skammt því ÍBV fór með 2-1 sigur afhólmi. DV-mynd E.ÓI. am a r i m Hólmfríður brosir blftt Flólmfríður Magnúsdóttir gat leyft sér að brosa á KR- vellinum á þriðjudag enda átti hún stórleik er KR kafsigldi lið Stjörnunnar. KR-stúlkur voru í toppformi er Stjarnan kom í heimsókn Stjarna Hólmfríðar skein skært KR-stelpur lögðu stöllur sínar úr Garðabæ, Stjömuna, að velli í Landsbankadeild kvenna í knatt- spymu. Leikurinn, fór fram á KR- velli við ágætis aðstæður, endaði 5-1 og heimaliðið er til alls víst og ekki að sjá mikinn getumun á því og Val og ÍBV. Liðið hefði þó gjarnan mátt spila meira, hvort sem var upp kantana eða miðjuna, en stelpurnar vom alltof gjarnan á að láta bara vaða og náðu því ekki nógu mikilli sóknar- pressu þrátt fyrir að vera með bolt- ann lungann úr leiknum. Stjörnustelpur vom í vöm nánast allan tímann en skutust af og til í skyndisóknir sem sköpuðu yfirleitt nokkra hættu. Barátta liðsins var til fyrirmyndar en andstæðingurinn að þessu sinni var einfaldlega einu númeri of stór. Elfa Björk Erlingsdóttir, leikmað- ur KR, er uppalin Stjörnustelpa sem gekk til liðs við Vesturbæjarveldið fyrir þetta tímabil. Hvernig fannst henni að spila á mótí sínum gömlu félögum? „Þetta var einfaldlega erf- iðasti leikur sem ég hef spilað á æv- inni - bæði andlega og líkamlega og ég er bara ánægð með að hann sé búinn. Stjörnuliðið lét okkur hafa verulega fyrir sigrinum og þetta er hörkulið skipað mörgum ungum og efnilegum leikmönnum og ég hef fulla trú á þeim. Við emm hins vegar með mjög gott lið og ég er á því að það sé mjög stutt bil á milli okkar og Vals og ÍBV. Við höfum fulla trú á að við getum náð þeim og það er ekki spuming að það er á dagskrá," sagði Elfa Björk Erlingsdóttir sem lætur mjög vel af dvöl sinni hjá KR. sms@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.