Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2004, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2004, Qupperneq 24
24 FIMMTUDAGUR I. JÚLÍ2004 Fókus >V •-rf Arndís B. Sigurgeirsdóttir hefur látið langþráðan draum rætast og er að opna bókabúð þar sem fólk get- ur komið og notið þess að slaka á með gott kaffi við lestur góðra bóka og tímarita. Þegar Topshop-hús- næðið í Lækjargötu losnaði sá hún strax möguleika á að opna þarna verslun drauma sinna. Hún hafði samband við eigendur húsnæðisins sem hjálpuðu henni að gera drauminn að veruleika. Búðin opnar á morgun og kemur svo til með að vaxa á næstu mánuðum, en fjölbreytt starfsemi verður í húsinu sem styður hver við aðra. Iða verður menningarhús þar sem lögð er áhersla á að hægt sé að njóta þess besta í bókmenntum, blöðum, mat, kaffi og list. Auk þess verður lögð sérstök áherslu á gjafavörur. é ■ ■ - Eins og ein stór fjölskylda Aðstandendur Iðu. Starfa náið saman við ólíkan rekstur, sem sameinast undir merkjum menningarinnar. „Það er fínt að hafa þessar stóru verslunarmiðstöðvar, en miðbærinn er það sem skiptir öllu máli," segir Arndís, fxamkvæmdastjóri Iðu, sem opnar á morgun í gamia Topshop- húsinu í Lækjargötu. Á jarðhæðinni ætlar Amdís að vera með nýstárlega bókabúð og á efri hæðinni verða veit- ingastaðir, kaffíhús og myndlistargail- erí. „Hugmyndin er að öll starfsemin sem er í húsinu komi til með að vinna með hverri annari," segir Amdís sem á fullt í fangi með að klára dæmið enda lítill tími til stefnu þar sem verslunin verður opnuð á morgun. Lúxusbókabúð „Við verðurm til dæmis með hæg- indastóla hér í bókabúðinni þannig að fólk getur farið upp, keypt sér kafíi og komið með það hingað niður og lesið bækur eða tímarit á meðan það drekkur kaffið sitt, einnig verðum við með vinnuborð þar sem fólk getur sest niður með tölvumar sínar og unnið hér í búðinni. Hér er mjög öflug þráðlaus nettenging þannig að fólk kemur bara með tölvumar og tengir sig inn á þráðlausa netið okkar. Við komum til með að leggja mikla áherslu á að vera aðeins með eðaikafli og erum búin að vera með kaffibar- I>> þjónana okkar á námskeiði síðusm vikur til þess að tryggja gæði kaffisins. Við verðum með sérstakar kaffilöggur sem koma reglulega tii þess að tryggja það að gæði kaffisins sé eins og best verður á kosið. Svo verður myndlistar- gallerí hér uppi lflca og það kemur til með að flæða um allt húsið. Hér verð- ur myndlistin alls staðar þar sem hún getur notið sín f húsinu." Einstaklingsframtakið í sam- keppni við risann Er það ekki óðs manns æði að opna bókabúð ísamkeppni viðPenn- artn sem hefur sölsað undir sig allar stóru bókabúðimar, bæði Mál og menningu og Eymundsson? „Nei, við erum í góðu sambandi við þá í Pennanum enda em þeir ein- ir af okkar birgjum. Þeir fagna sam- keppninni og finnst gott að hér sé við- leitni í þá átt að koma lífi í verslunar- húsnæði sem hafa staðið auð. Við gerum þetta að miklu leyti af trú okk- ar á miðbæinn sem ég tel að eigi eftir að rísa upp að nýju. Miðbærinn kem- ur til með að lifa, það er alveg á hreinu." Lítil verslunarmiðstöð en ekki búð „Hugsunin á bak við þetta hús- næði okkar er svolítið sú sama og er á bak við verslunarmiðstöðvarnar, þetta verður svona lítil verslunarmið- stöð sem hefur það að meginmark- miði að bjóða upp á notalegheit. Við stílum inn á það að fólk geti komið hingað til dæmis á laugardögum og geti eytt hér deginum í ró og næði. Ég kem tíl með að leggja mikla áherslu á að vera með mikið af tímaritum, en svo er hugmyndin að bókabúðin verði mjög fjölbreytt auk þess sem ég ætla að vera með breytanlegar áherslur eft- ir árstímum. Við komum til með að leggja talsvert upp úr því að vera með mikið af góðum gjafavörum og verð- um til dæmis með mjög skemmtilegar vörur frá sænskum iðnhönnuðum. Svo verður ljósmyndagallerí hér í búðinni sem Bára ljósmyndari verður með en hún er samstarfskona mín í rekstrinum á bókabúðinni. Hér verður fatahönnuður með sérstakan stað í búðinni, hún fær bleiku súluna fyrir sig. Við erum nú ekki að tala um hefðbundinn tískufamað heldur verð- ur þetta sérhæfður fatnaður fyrir hunda, aðallega kápur. Við verðum líka með sælgætisbar fyrir hunda og ætlum að vera með sérstaka þjónustu fýrir hunda- og kattaeigendur í kring- um bleiku súluna hér á miðju gólf- inu," segir Amdís og bendir á bleika súlu með örlitlum snögum á og veltir því fyrir sér hvort hún eigi kannski líka að bjóða upp á sælgætí fýrir böm. 1. Helga - Guöbjörg - Kristín verða með veitinga- og litla mat- vöruverslun sem þær kalla Yndis- auka. 2. Draumurinn að fæðast Hópurinn i löu, lagðist á eitt til að tryggja að verslunin og veitingastaðirnir yrðu eins glæsilegir og mögulegt er við opnunina á morgun. 3. Iða f gamlaTopshop húsínu Iðar aflifi - þarna mun menningin þlómstra. 4. Kjartan I Pennanum kíktil heimsókn og var óhræddur við sam- keppnina.„Það er frábært þegar svona lífleg starfsemi kemur hingað I miöbæinn allt styrkir þetta hvort annað. Við erum þannig mjög ánægðir með þessa starfsemi.“ 5. Lárus Ómarsson ætlar að starf- rækja litla ferðaþjónustu á fyrstu hæðinni þar sem meðal annars verður boðið upp á ferðir um há- lendi Islands. 6. Sveinn Þórhallsson hefursafn- að myndlist i mörg ár og lætur drauminn nú rætast með eigin gall- erli, þar sem hann verður með sýn- ingarum allthús. Stuðningur við einstaklings- framtakið En hvað með Baug, hvernigkoma þeir að þessu? „Já, þegar ég fékk þessa hugmynd bar ég hana undir eigendur hússins þar sem vom í raun að skima eftir einhverri starfsemi sem gætí þrifist í húsinu. Þetta er náttúruiega frábært húsnæði sem býður upp á marga skemmtilega möguleika. Ég hef gengið með þennan draum í magan- um í talsverðan tíma og hef að sjálf- sögðu haft augastað á þessu húsi. Ég hafði áður komið að rekstri bóka- búða en ég var framkvæmdastjóri hjá Máli og menningu í eitt ár áður en það sameinaðist Pennanum. Það var virkilega skemmtilegt starf og mig langaði að halda áfram á þessum vettvangi. Ég vann svo ákveðna við- skiptaáætlun um þann draum sem nú er að rætast hér í Lækjargötunni. Ég bar þessa áætiun undir eigendur hússins sem trúðu strax á þessa hug- mynd mína. Þeir hafa staðið sterkir við bakið á okkur til þess að gera það að verkum að þetta gætí orðið að veruleika sem það er nú orðið," segir Arndís sem augljóslega hefur lagt sig alla í þetta verkefni síðustu mánuði og fylgist nú með margra ára draumi rætast. Gæðamatur, kaffi og myndlist „Uppi á annarri hæð verður að sjálfsögðu þetta frábæra kaffihús, þar verður bæði hægt að setjast niður og drekka kaffi auk þess sem fólk getur flakkað um húsið með bollann sinn, skoðað bækur og myndlist. Við finn- um mikið fýrir því hvað þetta rými virkar vei með öllum þessum stóru gluggum sem gefa manni þá tilfinn- ingu að maður sé úti þó maður sitji alltaf innandyra en nýtur útsýnisins í gegnum stóru gluggana yfir Lækjar- götuna og upp að Bankastræti rétt eins og maður sæti úti," segir Árný sem drekkur greinilega ekki hvaða kaffi sem er og opnar nú sitt eigið kaffihús ásamt samstarfsfólki sínu í Topshop-húsinu sem nú heitir Iða. freyr@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.