Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1882, Side 43

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1882, Side 43
dómara í Elliðaár-málunum, að fyrirlagi stjórnarherrans í umboði konungs. Október 9. Drukkna 2 menn á bát í fiskiróðri frá Skálavík í Isafjarðarsýslu. — 13. Síra Hjörleifur Einarsson á Undirfelli settur til að þjóna þingeyraklaustursbrauði með frá fardögum 1881. — 19. Andast húsfrú Guðrún Jónsdóttir á Mógilsá, ekkja síra Magnúsar Grímssonar. — 25. Fjallaþing veitt síra Markúsi Gíslasyni í Blöndudalshólnm frá fard. 1881. — 27. Andast skólapiltur Ólafur Einarsson frá Hvítanesi. — 27. Drukkna 3 menn af Tjörnesi í fiskiróðri. Nóvbr 3. Drukknaði síra Árni Jóhannsson í Glæsibæ, á heimleið frá Akureyri, við 3. mann á bát. — 19. Andast skólapiltur Jakob Sigurðsson frá Botnastöðum í Húnavatnssýslu. 22. Drukknuðu 7 menn á áttæring af Akranesi á heiinferð þangað úr Reykjavík. — 30. Var sent frá Reykjavík til útlanda með péstskipinu 7UOOO rjúpna. Desbr 9. Týndist skip með 7 mönnum af Vatusleysuströnd. — 10. Hið mesta aftakaveður um suðurland, af útsuðri. Urðu stórskemmdir á heyjum, húsurn og skipum. — 11. Hof á Skagaströnd veitt síra Ólafi Bjamarsyni á Ríp. — 16. Drukknuðu 5 menn í fiskiróðri frá Hrólfsskála á Seltjarn- arnesi. — 17. Mestur kuldi á árinu um dagtíma í Rvík: 12° R á hádegi. — 26. Mestur kuldi á árinu á nóttu í Rvík: 15" R. — 29. Andast Jósef Blöndal, verzlunarmaður í Rvík, 41 árs. — 30. Gengið á ís úr Reykjavík fram í Engey og Viðey og npp á Kjalarnes; enn fremur yfir Hafnarfjörð að Keilisnesi; »lá ísinn ailt upp á Akranes og suður allt á Vatnsleysuströnd og með löndum frarn allt í Garð suður«. Hafís í þ. m. og harðindi mikil norðanlands. — 31. Hláka með talsverðri rigning á snðurlandi. ÁRBÓK ANNARA LANDA 1880. England. Janúar 21. Sjötíu manna týna lífi í kolanámu í Wales, fyrir loptkveikju. Febrúar 5. Bretar ganga á þing (Parlamentið, í Lundúnum); drottning helgar sjálf þingið. — 28. Fórst enskt gufuskip í Bengalsfióa með 190 manna. — Einhvern tíma í þessum mánuði týndist í Atlanzhafi herskipið Atalanta með 300 liðsforingjaefnum. Marz 24. pingrof; vantaði 1 ár á kjörtímann (7 ár). (Sfl)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.