Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2004, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2004, Page 10
10 LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ2004 Fréttir DV Kostir & Gallar Jón Baldvin á að baki oft á tíðum giæsiiegan stjórnmála- feril en einnig oft á tíðum brösóttan. Hann þótti mikill refur!pólitíkinni á sínum tíma og átti gott með að sjá leik- fléttur nokkuð langt fram í tlmann. Auk þess var hann næmur á veikieika andstæð- inga sinna.Jón Baldvin er harður í samningum, metnað- arfullur og mjög fyiginn sér. Jón Baldvin hefur alla sín tíð sem pólitíkus þótt nokk- uð tækifærissinnaður og hagað seglum eftir vindi. Hann þykir eigingjarn og slægur og pólitískir sam- herjar hans sem og and- stæðingar kvörtuðu oft yfír því að þeir vissu aldrei hvar þeir hefðu Jón í mörgum málum. Hann hikaði aldrei við að taka umdeildar ákvarðanir efhann taldi slikt henta sér. „Hann erieiftrandi hug- myndaríkur og fjölfróð- ur um stjórnmál og sögu. Einnig er hann rökfastur og góður í að aia upp þingmenn. Mér fannst hann fullhægrisinnaður á póli- tískum sambýlisárum okkar en það hefur að mér sýnist elst af honum eftir að hann varð sendiherra í Bandaríkjunum." Össur Skarphéöinsson formaður Sam- fylkingarinnar „Það hafa alltafblásið ferskir vindar um Jón Baldvin. Hann er orkurikur og með mikla útgeislun. Mér finnst sem hann hafi efist eftir að hann varð sendi- herra, kannski afþví að þá hefur hann komist i nokkra fjarlægð frá þjóðmálaharkinu hérheima." Guðrún ögmundsdóttir þlngmaöur „Ég hefþekktJón Bald- vin lengi og hann er skemmtiiegur maður. Eins og mér finnst um alla aðra afminni kyn- slóð er maðurinn nánast galla- laus. Hann er hinsvegar á stund- um óiíkindatói. Hann varatveg vonlaus krati. Skoðanir sem hann hafði á þeim vettvangi voru ekki sterkar að minu mati." Einar Oddur Kristjánsson þingmaður Jón Baldvin Hannibalsson er fæddur 21. febrúar 1939 á Isafiröi. Foreldrar hans voru Hannibal Valdimarsson þingmaöur og ráÖ- herra og Sólveig ólafsdóttir húsfreyja.Jón Baldvin starfaöi fyrstsem kennari og blaöamaöur en var kosinn á þing 1982. Hann varö fjármálaráöherra og sfðar utan- ríkisráÖherra áÖur en hann tók viö embætti sendiherra f Washington. Nú starfar hann sem sendiherra í Finnlandi.Jón Baldvin er kvæntur Bryndísi Schram. Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari meistaraflokks Vals segir mörg lið alls ekki sátt við að íslandsmeistarar kvenna í Landsbankadeildinni koma til með að fá minna verðlaunafé en neðsta liðið í Landsbankadeild karla að tímabilinu loknu. Þjálfarinn Elisabet Gunnars- dóttir, þjálfarí meistaraflokks Vats vonarað fjárveitingar KSl til kvennaboltans muni breytast í takt við timann. Toppkonurnar íá en botnkarlarnir Leikmenn í Landsbankadeild kvenna neyðast til að vinna í miðasölu, gæslu og sælgætissölu á leikjum karlanna á meðan karladeildir liðanna fá miklu meiri fjárveitingu frá KSÍ og leik- menn liðanna margir hverjir himinháa bónusa, sportbfla og jafnvel heilu íbúðirnar til umráða. Pálmi Jónsson fjármálastjóri KSÍ staðfesti það í samtali við DV að út- deilt verðlaunafé fyrir efsta sæti í Landsbankadeild kvenna sé lægra en verðlaunin sem neðsta liðið í Lands- bankadeild karla fær. „Auðvitað er það skrítið að liðið sem lendir í neðsta sæti í úrvalsdeild karla fái meira verðlaunafé en ís- landsmeistaramir í kvennadeildinni en ég reyni að innprenta það í mína leikmenn að við þurfum bara að gera okkar besta og sýna fram á að við stelpumar eigum meira skilið," segir Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari meistaraflokks Vals „Við erum samt ekkert að æsa okkur. Við viljum frek- ar einbeita okkur að því að fá fleiri áhorfendur og rífa upp stemninguna á vellinum og það hefur tekist. Til dæmis vom um daginn 500 áhorf- endur á heimaleik hjá okkur og það er ekki síðra en hjá körlunum. Þó veit ég að mörg lið em mjög ósátt við þessa mismunun. En á meðan þetta er staðreyndin bítum við bara í það súra epli að þetta er bara svona.“ Karlarnir á niðurleið Karlalandsliðið okkar er komið niður í 78. sæti á heimslistanum og virðist stefna hraðbyri niður á við á meðan kvennalandsliðið er að standa sig með stakri prýði. Lands- bankadeild kvenna hefur heldur aldrei verið stérkari, á meðan efsta Gæðingar Karlarnir fá jafnvel sportbíia og himinháa bónusa. deild karla veldur vonbrigðum. Þrátt fýrir þetta þurfa meistaraflokksleik- menn í kvennaboltanum að standa í því að selja klósettpappír og fleira til fjáröflunar og vinna við miða- og pylsusölu á heimaleikjum karlalið- anna til að eiga fyrir útgjöldum. „Stjórnarmenn hjá KSÍ virðast telja minna skemmtanagildi í kvennaboltanum. Meistarafiokkur kvenna virðist stundum skipa svip- aðan sess og yngri flokkamir hjá „Auðvitað er það skrítið að liðið sem lendir i neðsta sæti í úrvalsdeild karía fái meira verð- iaunafé en íslandsmeistararnir i kvennadeildinni" Pylsusalar Leikmenn i Landsbankadeild kvenna þurfa að selja aðgöngumiða og pyls- urá leikjum hjá köríunum og fá jafnvei ekki að æfa á aðalvellinum. stjórnum félaganna í Landsbanka- deildinni. Hér áður fyrr vom leik- menn í kvennaboltanum ekki í nærri jafngóðu formi og Lítill áhugi fyrir kvennaboltanum. En þetta er sem betur fer orðið alft annað í dag og vonandi fara fjárveitingamar að breytast í takt við þróunina. Ég tel að við þurfum að vinna að þessu sjálfar og við gemm það. Þetta er aÚt að koma,“ segir Eh'sabet. rap@dv.is Leiðrétting í frétt um dánarbú átta ára drengs sem lét eftir sig 30 milljónir og birtist í DV í gær var rangiega haft eftir móður hans að faðirinn hefði ekkert vilj- að af honum vita fyrr en eftir dauða drengs- ins. Hið rétta er að móðirin sagði að faðir- inn hefði ekkert skipt sér af drengunum fyrr en bæt- urnar sem hann hiaut vegna læknamistaka vom í höfn. Þrátt fyrir risasektir eru írar famir að risa upp á afturfæturnar gegn reykingabanninu írskir kráargestir í uppreisn Þremur mánuðum eftir að reyk- ingabann var sett á 10.000 krár og veitingastaði á írlandi gerist það sem allir áttu von á að gerðist fyrr eða síð- ar. írskir kráargestir gera nú upp- reisn gegn banninu og það er kráin Fibber Magees í Galway sem ríður á vaðið. Eigendur Fibber hafa komið upp heilli hæð á staðnum fyrir reyk- ingafólk. Og það þrátt fyrir að það kosti þá um 250.000 kr. í sekt. Með gleðiópum stormuðu 200 gestir inn á staðinn meðan írska sjónvarpsstöð- in RTE sendi út beint frá hinni reyk- mettuðu hæð þar sem ölið og viskýið flaut í stríðum straumum. Málið hefur vakið reiði hjá Mich- ael Martin heilbrigðisráðherra ír- lands. Hann vísaði málinu beint til Hæstaréttar nú í lok vikunnar og er markmið hans að fá kránni lokað í skyndingu með dómsúrskurði. Á meðan fylgjast aðrir kráareigendur með málinu frá hliðarlínunni og munu tilbúnir í slaginn fyrir að fá reykinn á ný. Eigendur Fibber Magees óttast hvorki sektir né lokun. Þeir segja að yfir helmingur af fastagestum þeirra sé reykingarfólk og að veltan hjá þeim hafi hrapað í sama hlutfalli eft- ir að banninu var komið á í mars sl. „Við verðum hvort eð er gjaldþrota eftir mánuð. Við höfum þegar rekið þriðjunginn af starfsliði okkar. Við getum alveg eins farið á hausinn í reyk og hita, segja eigendurnir Ron- an Lawless og Ciaran Levazin. í könnun sem gerð var nýlega kom í ljós að veltan á 6.000 krám og veitingastöðum á írlandi hefur fallið ámilli 15 og 25%. Drepið í Eigendur Fibber hafa komið up heilli hæð á staðnum fyrir reykingafólk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.