Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2004, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2004, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 10. JÚU2004 Fréttir DV Senn líður að jólum, að minnsta kosti þegar höfundar og útgefendur eru annars vegar. Búast má við fyrstu bókunum á jólamarkaðinn upp úr miðjum september en flóðbylgjan skellur á af fullum krafti i október. 1 i i Á heimildarmönnum DV í bókaútgáfunni er helst að skilja að feykileg skáldsagnajól séu í uppsiglingu. Hér gefur að líta nokkra af þeim rithöfundum sem í sumarblíðunni eru að leggja síðustu hönd á verk sín, svo þau nái í jólaflóðbylgjuna sem á okkur skell- ur af fullum þunga frá og með október. Þótt karlar séu hér í mikl- um meirihluta þýðir það ekki að fáar konur ætli að senda frá sér bækur. Þær virðast einungis tregari til að láta nokkuð uppi að sinni. íslenska glæpasagan blómstrar sem aldrei íyrr, Amaldur Indriðason tók sér frí frá Erlendi, Sigurði Óla og Elínborgu um síðustu jól og skrifaði um Bettý. En þessa dagana er Arn- aldur að leggja síðustu hönd á bók sem ber vinnuheitið Kleifarvatn og kemur út hjá Vöku-Helgafelli. Þar tekst þrenningin á við samfélagslegt sakamál með sínum góðkunnu sér- viskum, ólund, heimilisógæfu og húmor. Þegar Ævar öm Jósepsson er ekki að stjórna Speglinum í RÚV, vinnur hann að glæpasögunni Blóðberg. Ævari Emi var nokkuð bmgðið í vetur þegar sakamál komu upp á Austurlandi því að í Blóðbergi skrifar hann um glæp sem upp kemur við Kára- hnjúka. Hið íslenska glæpafélag stóð fyrir glæpasagnasamkeppni á menningarhátíð Grand Rokk á dög- unum og Almenna bókafélagið gef- ur út safn verðlaunasagna keppn- innar. Jón Hallur Stefánsson sigraði með sögu sinni Enginn engill og verður hún að sjálfsögðu í safninu en frá bókaútgáfunni Bjarti berast þau tíðindi að þar sé Jón Hallur að skrifa heila, stóra glæpasögu fyrir jólamarkaðinn. Stefán Máni er sagður genginn í glæpasagna- björgin líka, hans bók kemur út hjá Máli og menn- ... jj? ■aÍÉLa . ingu og segja menn þar að hann fari rússíbanareið í gegnum íslenska glæpi síðustu áratuga. Sögulegar og alskáldaðar sögur í Hrapandi jörð, tyrkjaránssögu Úflars Þormóðssonar sagði af örlög- um herleiddra suður í Barbaríinu. Nú er Úlfar að ljúka við framhald bókarinnar og segja menn hjá Al- menna bókafélaginu að Úlfar telji frásagnir af lffi herleiddra íslendinga stórlega affluttar af yftrvöldum í Danmörku og á íslandi. Fólkið hafi í raun fundið hamingjuna undir heitri Miðjarðarhafssólinni og fjöl- þjóðlegu og lifandi umhverfi. Þórar- inn Eldjám hefur verið með skáld- sögu í smíðum um Hvítárvalla- baróninn, þann sem byggði fjósið við Barónsstíg í Reykjavík og ætlaði að verða stórbóndi í Borgarfirði. Saga Þórarins gerist jafnt í New York, London, París, Pisa, San Remo, Munchen og Borgarfirði og kemur út hjá Vöku-Helgafelli. Þar er líka verið að ganga frá nýrri fullorð- insskáldsögu eftir Guðrúnu Helga- dóttur en fyrsta saga hennar í þeirri deild, Oddaflug, kom út fyrir nokkrum árum. Guðrún lætur ekki þar við sitja, sjálfstætt framhald af barnabókinni Öðmvísi dögum er einnig væntanlegt fyrir jólin. Og Bragi Ólafsson tekst á við siðferðileg vandamál, glæpi og refsingu, í nýrri bók sem skartar vinnuheitinu mi Handritin streyma inn Ferðasögur, glæpasögur, sögulegar sögur,skáldaðarsögur, minningar, meiningar, ádeilur, heimsósómi, tjóð, sjálfshjálp í markaðsheimi - allt þetta og ótal margt fleira kemur með jólabókaflóðinu í október. Arnaidur Indriðason W Erlendur, Sigurður Óli og Elinborg snúa aftur. Samkvæmisleikir. Vinnuheitið á nýrri skáldsögu Steinars Braga er SólskinsfóUdð. Heyrst hefur að þar fáist hann þó við líf og örlög þeirra sem sjaldnast eru á ferð í björtu. Einar Már Guðmundsson fæst við bítlatímabilið í eins konar blöndu af Riddurum hringstigans og Englum Alheimsins, en bókinni hefur ekki verið valinn titill hjá Máli og menn- ingu fr ekar en nýrri skáldsögu Auðar Jónsdóttur, en hún mun gerast í samtímanum. Sagt er að væntanlega skáldsaga Þorsteins Guðmundsson- ar snúi öfugt, þ.e.a.s. í ónefndri bók hans verða ýmsar þekktar persónur að skáldsagnapersónum. Sögur á ferð, Grim og sjálfs- hjálpin Góður rómur var gerður að ferðasögu Huldars Breiðfjörð, Góðir íslendingar, fyrir nokkrum árum. í bókinni Múrinn er Huldar enn á ferð. Nú hyggst hann þramma eftir Kínamúrnum endilöngum og glímir óreyndur ferðalangurinn við fram- andi tungur, endalausar eyðimerk- ur, skordýr, vatnsskort og sína ís- lensku fordóma. Frá Máli og menn- ingu kemur líka ferðasaga, þar fer Einar Kárason um og hripar ýmis- legt hjá sér. Þar á bæ er einnig verið að ganga frá Best of Grim, bestu sögur og teikingar af þessari vin- sælu fígúru Hallgríms Helgasonar. Nýr sjálfshjáparráðgjafi stígur fram á sjónarsviðið með jólabókaflóinu, Andri Snær Magnason byggir bók sína á fyrirlestrum um markaðsmál og hugsar hana lesendum til sjálfs- hjálpar. Kviður, Ijóð, minningar og smáprósar Málsvöm og minningar heitir væntaleg bók Matthíasar Johannes- sen. Vöku-Helgafellsmenn segja að þar fari samþætting minningaþátta, skáldskapar, ljóða og uppgjör margra þeirra mála sem nú em í forgrunni í íslensku þjóðlífi. Frá sama forlagi er Ktístín Steinsdóttir að skrifa persónulega bók fýrir full- orðna, en hún hefur unnið til fjölda viðurkenninga fyrir barnabækur sínar. Óskar Ámi Óskarsson hefur gefið út flölda ljóðabóka, þýðinga og smáprósa. Hjá Bjarti er nú verið að leggja síðustu hönd á Truflanir í vetrarbrautinni, safn smáprósa um ævintýralega atburði í hvunndags- lífinu en þar koma janfvel náttúm- lögmálin sjálf raunveruleikanum í opna skjöldu. Andræði heitir mergj- aður heimsómsómi Sigfúsar Bjart- marssonar, rammstuðlaður og rím- aður. Hjá Bjarti segja menn Sigfús takast á við samtíma og siðferði vorra daga. Þaðan er líka von á fyrstu ljóðabók Kristínar Eiríksdótt- ur. Hún sigraði í ljóðasamkeppni Eddu-útgáfu og Fréttablaðsins á dögunum og heitir hennar fyrsta bók Kjötbærinn. rgj@dv.is hm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.