Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2004, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2004, Page 22
22 LAUGARDAGUR 10.JÚLÍ2004 Helgarblað DV Eg heiti Erika da Silva Santana do Carmo. Þegar ég var sex ára fór mamma frá okkur, hún þurfti að fara, ég veit ekki hvert. Pabbi minn annaðist okkur systkin- in, mig, bróður minn og tvær systur mínar. Seinna kom hún svo aftur. Þegar ég var átján ára var ég að passa strák og stelpu hjá fjölskyldu í Sao Paulo en börnin eiga íslenska mömmu. Þessi íslenska kona heitir Anna Kjartansdóttir og hún og mað- urinn hennar reka barnaheimili fyr- ir götuböm í borginni. Þau leita að börnum sem þvælast um og eins hjálpa þau börnum sem hafa verið tekin af heimilum sínum og reyna að finna góð heimili og nýja foreldra fyrir þessi börn. Það er mjög erfitt vegna þess að það vill eiginlega eng- inn barn sem er orðið eldra en tveggja ára. Það eru mörg götubörn í Sao Paulo og eitt útbreiddasta vandamálið er að þau sniffa lím, læra það mjög ung, það er þeirra lausn til þess að verða ekki svöng. íslenskur styrkur til náms í Englandi I mínum augum er Sao Paulo svoh'tið eins og Ameríka hjá sumum, fólk frá allri Brasilíu heldur að það eignist betra líf með því að koma þangað en það er því miður ekki þannig fyrir alla, heldur hreinlega kannski bara verra en heima í sveit- inni og mjög mörg börn fara illa. Einu sinni komu íslenskir gestir til önnu og mannsins hennar, þau heita Unnur Halldórsdóttir og Krist- ján Friðbertsson. Þau komu til þess að skoða barnaheimilið. Ég var einmitt að klára stúdentspróf á þess- um tíma. Þeir sem fara í skóla fyrir almenning sem ekki þarf að greiða sérstaklega fyrir komast ekki í há- skóla í Brasilíu og ég vildi komast í meira nám. Kristján og Unnur veittu mér styrk til þess að komast til Bret- lands í enskunám. Ég fór í skóla rétt hjá Windsor og eftir sex mánaða dvöl þar kom ég svo til íslands í fyrsta sinn og fór að vinna á Kumbaravogi á Stokkseyri. Það er elliheimili. Ég bjó heima hjá Unni og Kristjáni og ég kalla þau oft- ast pabba og mömmu. Þegar ég var búin að vera þrjá mánuði á Stokks- eyri fór ég aftur til Englands og kláraði skólann. Tvítug að aldri var ég svo komin aftur til íslands og aft- ur á Kumbaravog og vann þar í eitt ár og bjó hjá Unni og Kristjáni og tók svolítið af tímum í fjölsbrautaskól- anum á Selfossi. Þar eignaðist ég marga góða vini, m.a. Elisabetu Chuchel frá Kaliform'u, sem var skiptinemi og bjó á Hellu en er upp- runalega frá Tékklandi og Noregi þannig að það blása vindar margra þjóða á Selfossi. Eftir þetta ár fór ég svo til Reykjavíkur að vinna á dvalar- heimilinu Felh sem næturvörður. Mér var sagt að það væri mikið um vofur og afturgöngur en það var sama hvernig ég sperrti upp augun og leitaði og beið, það komu aldrei neinir draugar til mín. Hálf milljón fyrir að heim- sækja mömmu Það er kannski vegna þess að við áttum einmitt í vandræðum með drauga þegar ég var pínulítil. Við systkinin vorum bara mjög lítil þeg- ar við áttum öll erfitt með svefn og sáum drauga og forynjur í hverju skoti. Það varð að leysa heimihð undan þessum ihu öndum. Mamma sem þá var ennþá hjá okkur, leitaði til prests hjá aðventistakirkjunni og fyrir hans tilstilli varð friður á heim- ilinu. Kannski er það þess vegna sem ég sá engar furðuverur þarna á næt- urvaktinni, en ég sá mikið af sætum strákum því allir sem vinna hjá Securitas eru svo sætir, en þó ekki eins sætir og kærastinn minn. Hann heitir Ólafur Hahdórsson og er rafeindavirki. Við hittumst í Kirkju sjöunda dags aðventista hér í Reykjavík. Við erum bæði aðventist- ar. Við höldum jól og páska eins og allir aðrir. Fólk misskhur þetta stundum og blandar okkur saman við votta jehova. Ég er núna í tann- tækninámi og það gengur vel, ég leigi fyrir ofan elliheimihð Feh og mér finnst frábært að búa hér. Við Ólafur erum trúlofuð en ekki búin að ákveða hvenær við giftum okkur, en eitt er víst að ég verð áfram á íslandi. Það er mjög dýrt að fara th Brash- íu. Ég reyni ahtaf að fara þangað þegar ég er búin að safna mér nógu miklu af peningum fyrir farinu, en það er auðvitað erfitt fýrir nema. Á sumrin er hægt að fá farseðil fyrir 150-200 þúsund en um jóhn getur farið kostað allt að því háífa mhljón. Mamma mín í Brasih'u er nú að verða blind svo hún getur ekki unn- ið og elsta systir mín annast hana. Fjölskyldu minni finnst spennandi að ég sé hér en líka leiðinlegt vegna þess að ég kem ekki aftur. í framtíð- inni ætla ég nú ekki að fyha húsið af börnum en ég gæti alveg hugsað mér að eiga tvö eða þrjú börn en svo langar mig th að ferðast um allan heiminn og helst af öhu vhdi ég geta ferðast eins mikið um Brashíu eins og ég hef ferðast um ísland. Fékk pabba, mömmu og kærasta á íslandi í fyrra var ég í Rúmem'u að hjálpa th við að byggja barnaheimili. Unn- ur Hahdórsdóttir, íslenska mamma mín, styrkir ICC (Intemational Chhdrenscare) og í gegnum hana fékk ég að fara til Odobest þar sem verið er að reisa mikið barnaheimili og eitt af húsunum heitir íslenska húsið. Besta vín Rúmeníu heitir einmitt eftir þessu þorpi. Ég vonast th þess að geta komist þangað aftur, það var stórkostlegt að taka þátt í þessu starfi. Það komu ungmenni víðs vegar að úr heiminum, t.d. frá Ástralíu, Englandi og Nýja-Sjálandi. Vonin um betra lífrekur þúsundir og aftur þúsundir manna til stórborgarinnar Sao Paulo utan af landsbyggð Brasiliu. Margir lenda á götunni og falla i orustum um aura og brauðbita. Götubörnin skipta þúsundum. Erika da Silva Santana do Carmo ólst upp hjá einstæðum föður I einu herbergi með þremur systkinum. Þegar hún var átján ára gömul réði hún sig I vist hjá Islenskri konu þar í borg og þarkynnstist hún íslenskum hjónum sem tóku hana svo að segja upp á arma slna. Landnámsmenn Elísabet Brekkan í Rúmem'u em það ekki götubörn sem verið er að hjálpa heldur börn af heimhium þar sem fátæktin er svo mikh meðal annars vegna þess að foreldr- arnir eignast ahtof mörg böm og geta ekki framfleytt þeim. Mér finnst gott að vera á hér á ís- landi. Það er dýrmætt að lifa í frels- inu, það eru ekki allir sem gera sér grein fyrir því. Ég er náttúrlega heppin, sem fékk bæði pabba og mömmu og æðislegan kærasta, ég þarf ekki að kvarta, það hafa ahir reynst mér vel. Jón Björn Ríkarðsson trommari lýsir deginum þegar Brainpolice hitaði upp fyrir Metallicu í Egilshöll Hef aldrei upplifað aðra eins stemningu Dagurinn byijaði um klukkan 9 á sunnudeginum með sturtu. Ég var svo spenntur að ég hafði ekki náð að sofa neitt af viti um nóttina og síðast þegar ég leit á klukkuna var hún langt gengin í 7. Æth ég hafi ekki dottað í svona tvo tíma. Eg var samt ekkert þreyttur enda þýð- ir ekkert að vera þreytt- ur á svona degi. Þegar við vorum komnir upp í Eghshöh gerði ég mér fyrst grein fyrir hvað ég var að fara að gera. Þegar við komum upp í höllina vom rótarar Metahicu að sound tjékka. Við urðum að bíða th þrjú en þá komu Mínus í hús og sound tjékk- uðu á undan okkur því þeir vom á eftir okkur í prógramminu. Loks um þrjú gátum við farið að dmsla okkur á svið og sthlt upp og prufukeyrt at- riðið. f leiðinni gat maður skoðað græjur Metalhcu aðeins. Það var frábært að fá að sjá þetta dót þeirra með bemm augum, alveg meiriháttar thfinning. Maður er búinn að fylgjast með sveit- inni í mörg ár og svo gat mað- ur aht í einu fengið að snerta á trommusettinu. Meðlimir Metahicu vom mættir thtölu- lega snemma en þeir vom nú ekki Jón Björn Ríkarðsson trommari Brainpolice Sá James Hetfield á ganginum og bauð hann velkominn til Islands. að mingla á fuhu. Ég sá James Hetfi- eld á ganginum og bauð hann vel- kominn th íslands. Hann þakkaði mér hálfkaldhæðnislega fyrir og var greinhega ekki thbúinn í eitthvað spjah svo ég lét hann bara í friði. Hinir strákamir sögðu mér að þeir hefðu hitt Lars, Kirk og Rob og að þeir hefðu verið mjög hressir. Ég hafði aldrei séð þá áður og var því al- veg gríðalega spenntur. Það var líka alveg frábær tilfinning að vita að hátt í 18 þúsund manns skyldu leggja leið sína þama upp eftir. Eg róaðist samt ekkert við þá tilhugsun og stressið var ekki h'tið þegar leið að stóm smndinni. Þegar tíminn var kominn th að stíga á svið var komin ágæt- isstemning í húsinu. Fólk var farið að bh'stra og þegar ljósin vora slökkt upphöfðust gríðaleg fagnaðarlæti. Við gengum saman upp á sviðið og fómm bak við magnarastæðuna, héldumst í hendur svona eins og fót- boltastrákar, nema hvað við öskmð- um ekki „berjast, berjast" heldur „rokk". Ég fékk þvhíka gæsahúð þeg- ar ég labbaði fram á sviðið og sá aht þetta fólk. Thfinningin var ólýsanleg. Venjulega er maður nú ekkert stress- aður lengur enda kominn með ágæt- isreynslu en þarna var ég helstress- aður fyrstu fjögur lögin. Það var ekki fyrr en ég tók trommusóló að ég ró- aðist og öðlaðist smá sjálfsöryggi. Við náðum upp góðri stemningu og segja má að Jenni hafi stjómað fólkinu eins og herforingi. Eftir að við höfðum gengið frá dótinu okkar vom Mínus hálfnaðir með sitt prógram. Fljótt leið að stóm stundinni og þeg- ar meistararnir stigu á svið hafði ég komið mér fyrir í VlP-stúkunni þar sem ég sá yfir ahan skarann. Þvhík stemning! Ég hef aldrei upplifað ann- að eins. Það sungu allir með öhum lögum og ég hélt að þeir ætíuðu aldrei að hætta. Eftir tórheikana hitt- umst við heima hjá Jenna, allir á því- lhcu egótrippi. Þegar ég var kominn heim um nóttina var ég mjög sáttur eftir góðan dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.