Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2004, Qupperneq 45

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2004, Qupperneq 45
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ2004 45 > Einsog Leikonan Gwyneth Paltrow gerði aðra gesti í partíi í New York orðlausa þegar hún mætti í klæðalitlum topp sem faldi ekki furðulega bletti á bakinu á henni. Leikkonan er nýbúin að eignast sitt fyrsta barn með söngvaranum Chris Martin úr Coldplay. Læknar telja að blett- , irnir eigi sér eðlilega skýringu. Líkleg- ý':' ast er talið að Paltrow hafi ÆjáF. undirgengis t ■ meðferð / ff skottulæknis w þarsemheit- • ir bollar eru ' lý,\Z0SF látnir draga eitur úr líkaman- um. „Hún var eins ’Wú og geimvera," sagði einn gest- ^ 10. anna forviða. Beyonce Knowles Söngkonan leikurlnýrrí ríiynd um Bleika pardusinn með grínist- anum Steve Martin. Lovísa Ósk Gunnarsdóttir er 25 ára dansari. Hún hefur dans- aö á fullu síðan hún var sjö ára. Lovísa er ein þeirra sem standa að uppsetningunni á söngleiknum Hárinu sem frum- sýndur var í gær. Þegar Lovísa er ekki að dansa reynir hún að slaka á með kærastanum, Ólafi Darra Ólafssyni leikara. Engin gæra eins ogParís Hin failega Sienna Miller þolir ekki að vera líkt við París Hilton. Miller er kærasta Judes Law og vann fyrir sér sem fyrirsæta áður en hún sló í gegn sem leikkona. Hún segist ekki skilja af hverju fólk haldi að hún sé djammari. „Lít ég út fyrir að vera ein af Hilton-gærunum? Það er ekki séns að þú finnir myndir á netinu af mér að stunda kynlíf." Sienna segist lítið fara út og finnst henni skemmtilegra að vera heima og elda góðan mat. Lovísa Ósk Gunnarsdóttir Lovisa syngur einnig i Hárinu. Hún segist hafa verið smá óörugg I fyrstu en nú sé þetta bara gaman. DV-mynd Valli ■ „Þetta er búið að vera alveg frá- bært enda mikil stemning og hippa- andi í gangi," segir Lovísa Ósk Gunnarssdóttir dansari og viður- kennir að hippinn í henni sé ein- hvers staðar þarna undir niðri." Lovísa Ósk er einn krakkanna £ söng- leiknum Hárinu og er búin að vera að dansa síðan hún var lítil. Hún dvaldi í fjögur ár í Stokkhólmi þar sem hún var við atvinnudansara- nám. Lovísa segir nektaratriðið í söng- leiknum ekki flækjast mikið fyrir sér. „Þetta var svolítið stressandi fyrst en svo lét maður andann grípa sig og eftir það varð þetta ekkert mál. Hóp- urinn er mjög samstillur enda stútfullur af talentum og liðsheildin mjög sterk. Rúnar Freyr stendur sig líka alveg frábærlega sem leikstjóri." Auk þess að dansa tekur Lovísa Ósk lagið. „Ég var pfnu óörugg í byrjun en þetta er rosalega gaman núna. Það er líka svo gaman að blanda söngv- urum, dönsurum og leikurum í einn hrærigraut." Hún segir að það sé ailtaf að verða meira og meira að gera fyrir ís- lenska dansara hér á landi en hún hafi auk þess verið heppin að næla sér í skemmtileg verkefni og hafi meðal annars tekið þátt f tveimur uppfærslum með fslenska dans- flokknum. Auk Hársins er hún að fara að æfa fyrir Reykjavík dansfesti- val og tekur auk þess af og til að sér að vera leiðsögumaður fyrir sænska ferðamenn og er þá stoltust af því að sýna þeim Þingvelli. „Það á mjög vel við mig að hafa mikið að gera en það er náttúrlega nauðsynlegt að fá góða pásu á miUi,“ segir Lovísa og bætir við að til að slaka á fari hún í sund og nudd eða taki góða spólu með kærastanum, Ólafi Darra leikara. „Ég ætla að dansa þangað til lík- aminn segir stopp en það er líka ótrúlega gaman að semja og maður getur verið miklu lengur í því og svo er líka full af öðrum hlutum sem mig langar að gera þegar ég er orðin stór." Beyoncé Knowles á erfitt með að finnast hún sexý þegar hún leikur á móti Steve Martin Leikkonunni var ekki skemmt þegar aðdáandi vissi ekki hver hún væri. Ég er ekki J.Lo Beyoncé Knowles segir að það sé erfitt að vera sexí þegar hún leikur á móti grínistanum Steve Martin. Parið leikur saman í nýrri mynd um Bleika pardusinn. „í byrjun var ég rosalega stressuð en núna er bara gaman," segir söngkonan og bætir við að hún sé alltaf að springa úr hlátri yfir fíflaskapnum í Martin. „Kynþokki er það síðasta sem manni dettur í hug þegar maður grenjar úr hlátri og það er mjög erfitt að halda sér í karakter." Söngkonan var ekki ánægð þegar trylltur aðdá- andi réðist að henni í New York og ruglaði henni við söngkonuna Jennifer Lopez. Söngkonan var klædd í gallabuxur og peysu og með hárið ógreitt. Hún var að stíga út úr Benzinum sínum þegar ókunnug kona kallaði: „Guð minn góður! Jennifer Lopez! Þú ert svo æðisleg! Beyoncé gat þó kreist út bros og kallaði kurt- eisislega tU baka: „Takk. En ég heiti ekki Jennifer. Ég er Beyoncé." Stjörnuspá Helgi Björnsson söngvari og leikari er 46 ára i dag. „Reynsla fortíðar eflir löng- un hans til að takast á við vel- kgengni í starfi. Hér kemur i að hann hefurjafn- ^ vel tekist á við þjáningar i einhverskonar í æsku leða vandamál sem efla ' 1 kjark hans og vilja til ' að ná árangri. Maður- . inn býryfir styrk á við Nheilan her," segir í stjörnuspá hans. H Helgi Björnsson \\i \atl\sbemn (20. jan.-18.febr.) V\ ---------------------------------------- Safnaðu kröftum og haslaðu þér völl þar sem þér líður afburða vel og hæfileikar þínirfá að njóta sin. Stjarna þín þirtist sem óþrjótandi orku- gjafi en þú mættir gefa náunganum betri gaum. (19.febr.-J0.mars) Ekki bæla tilfinningar þínar, segðu hug þinn kæri fiskur. Þér kann einnig að hætta til afbrýði um þessar mundir en reiðin rennur þér skjótt ef þú andar djúpt og ýtir neikvæðri orku burt hið fyrsta. Hrúturinn (21.mars-19.aprll) Þú skalt fýrst og fremst átta þig á hvert þú ætlar þér og vinna síðan með réttu hugarfari að eigin markmið- um án þess að huga að uppgjöf. Gefðu af þér án þess að krefjast endurgjalds að hætti hrútsins. T ö Nautið (20. april-20. mai) Undirbúðu þig fýrir fegurð framtíðar sem birtist hér á sama tíma og hlutverk þitt breytist af einhverjum ástæðum. n Tvíburarnirr2/. maí-2Ljúní) Ekki hika við að skapa þér það lif sem þú þráir. Ekki vernda sjálfsöryggi þitt með því að blekkja sjálfið því þar með getur þú ómeðvitað fjarlægst fólk enn frekar en ella. K.\abbm(22.júní-22.júli) Q0' Agi og sjálfsstjórn eiga vel við þig hér án þess að óþægindi séu á nokkurn hátt eftirsóknarverð en fólk eins og þú virðist vera fært um að leggja töluvert á sig um þessar mundir til að efla eigin liðan til góðs. Ljónið (23.júli-22. ágúít) Þú ættir að finna kyrrð í hjarta þinu um þessar mundir og leita jafn- vægis innra með þér en ef og þegar þér tekst það munt þú öðlast nýja sýn á því sem virðist eiga huga þinn. Meyjan (23. ágúst-22. sept.) Sannleiksást meyju er sterk og þér er ómögulegt að Ijúga án þess að hlaupa á þig. Helgin líður hratt hjá þar sem þú nýtur þín á meðal vina. T13 Q VogÍn (23.sept.-23. okt.) Þú ættir að kanna jarðveginn vandlega þegar kemur að næsta skrefi í ástarsambandi þínu. Þér er ráðlagt að sætta þig við gæðin í stað þess að huga að magninu. ni Sporðdrekinn (24.okt.-21.n0vj Rödd þín er öflug og sterk sem segir til um styrk þinn sem kann að vera ómeðvitaður eiginleiki í fari þínu. Vanafesta einkennir þig reyndar þessa dagana en þú býrð yfir þeim eiginleika að vita hvenær þú hefur rétt fyrir þér og skynjar eðlilega rás atburða mjög sterkt. / Bogmaðurinnpzndv.-2j.fe.j Þér hefur verið gefinn sá eig- inleiki að draga fólk að þér en þú ættir ekki að nota orð sem þú segir í fljót- færni. Ný tækifæri tengjast framtíð bogmanns. y Steingeitin pzfa-i9.jnnj Opnaðu hjarta þitt fyrir sjálf- inu og þeim sem þú elskar. Fólk fætt undir stjörnu steingeitar ætti ekki að sniðganga eigin tilfinningar. SPÁMAÐUR.IS/

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.