Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1885, Blaðsíða 23
Mars sfest ei fim fýrstu mánuði ársins, Hann er á austrleið
ímiðjum Júní, er hann aptr kemr í ljós, og j)á í {Jjórsmerki, sem
hann skilr við í Júlímánaðar lok. það sem eptir er árs fer hann
um tvíbura, krabba og ljón og er í árslok nær höfði meyjar, en
skín um allau þenna tíma ei með neinum frábærum ljóma. Fer
hann 4. Nóvember framhjá Regúlus, mælistigi fyrir norðan, og
gengr hæzt 6. December kl. 6 fyrir miðjan dag.
Júpíter kemr í árs byrjun upp kl. 8*/í eptir miðjan dag og
er á vestrferð í ljónsmerki. Seinast í Febrúar gengr hann hæzt
um miðnætti og sbst þá alla nóttina, en 15. Marts fer hann einu
mælistigi fyrir norðan Regúlus. Vestrferð hans seinkar meir og
meir til þess í Apríl, er hann nemr staðar og fer síðan um ljón
í gagnstæða átt, svo að hann fer aptr framhjá Regúlus seinast í
Maí. Seinast í Júní gengr hann undir um miðnætti, en síðan æ
fyrr og fyrr vg veldr það, að hann hverfr alveg sýnum um næstu
mánuði. Seinast í September má aptr sjá hann um morgna og
er þá á austrleið í ljónsmerki, sem hann skilr við fyrst í Nó-
vember og leggr þá leið vestr um meyjarmerki. Fyrst í Nóvember
kemr hann upp kl. 23/4 nætr, en seinast í December um miðnætti
Satúrnus sest í Janúar alla nóttina og gengr þann mánuð.
undir kl. 8 morguns, en um næstan tíma æ fyrr og fyrr, svo að
hann seinast í Marts sest ei lengr enn til kl. 3 um nótt, seinast
í Apríl til kl. 1 og í miðjum Maí til miðrar nætr. í Júní hverfr
hann sýnum, en fer í Júlí aptr að koma fram um morgna fyrir
sólaruppkomu og shst síðan frá Ágúst til ársloka alla nóttina, gengr
hæzt um miðnætti seinast i December. I upphafi árs er hann á
vestrferð í þjórsmerki, neinr staðar í miðjum Febrúar og heldr
svo austr. Hann gengr í Apríl og Maí milli bornstiklanna inn í
bræðramerki og heldr þar til það sem eptir er árs.