Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1885, Page 30

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1885, Page 30
or&iu at> öliiu, seiu blandaíúst meíru og ineiru IijartabldSI þjóbarinnar beztu sona, óx af því og^ reis hærra og hærra, og átti ekld aÖ hníga aptur, fyrr en Italía var oríin frjálst, heilt og voldugt ríki, eins og hdn er nú, og Cavour og Garibaldi eru þeir, sem mest hafa aö því unnið. Garibaldi er stríðshetjan, ákafur og skjdtur eins og stormbylur, sem gjörir sitt til að reisa öldurnar upp, og knýja þær áfram. Cavour er stjórnvitringurinn, byggingameistarinn, sem held- ur frelsisöldunum innan rjettra takmarka, og leiðir þær í rjetta farvegu, beinir þeim ab því er brjóta þarf, og gerir jafnframt svo í kringum, ab aðrar þjóðir ekki grípi fram í og stífli straumana, og byggir jafnóðum upp nýja þjóðbyggingu í stað þess er hrynur. CamiUo JBenso di Cavour fæddist i Turin 10. d. ágústm. 1810. Faðir hans, marquis Michele di Cavour var apturhaldsmaður, aubugurmjög; móðir hans var menntuð og gáfuð kona tiginborin frá Genf. Hann fjekk gott og frjálst uppeldi, var fjörugur, hvatlegur drengur, sterkur og viljafastur, hugkvæmur og gófeur í sjer. þegar hann var 10 vetra var hann settur í hermannaskóla, og varð um leib hirðsveinn hjá prinsinum af Carignan, sem seinna varð konungur undir nafninu Carl Albert. En hann þýddist ekki hirðsiðina, þótti óvirðing að því, að vera þannig nokkurs- konar þjónn, og var loks sendur heim aptur. En þó að hann kæmi sjer ekki við hirðina, kom hann sjer því betur á skólanum. þó að hann væri æringi, var hann mesti sjór að læra, og allt sem hafði verklega þýðingu, allt sem hann gat sjeð til hverra nota var, var honum kært. Eink- um stundaði hann allskonar reikningslist, og hefur hann sagt sjálfur, að sú stundan hafi komiö sjer að ágætum notum, og verið sjer góður undirbúningur undir stjórnar- störfin. — Ilann varö liðsforingi á mjög ungum aldri, og hafði selu í Genua, og lifði þar góðu og glöðu lífi. Astand Iandsins lá honum raunar þungt á hjarta, en hann var gagntekinn af hugmyndinni um einingu Ítalíu, og einn af hinum vonbeztu, og þegar fregnin barst um júlíbylt- inguna í Frakklandi 1830, var hann svo skírorður um, hvaða áhrifa hann vonaði af henni á framtíð ftalíu, að hann komst í ónáð hjá stjórninni, og varð sáendirá, að hann hætti hermannsstöðu árið eptir. (96)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.