Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1885, Blaðsíða 37
franskt, og var þa& mikil b<5t í máli, en þ<5 fjell Cavour
þetta mjög illa, vest af öllu sem hann var& a& gjöra á
æfinni, og hann vissi a& þj<5&inni raunrfi þykja þa& mjög
mi&ur. Til þess a& bæta nokku& úr, ljet hann atkvæ&a-
grei&sluna í Mi&ítalíu fara fram á&ur en samningar þessir
ur&u hlj<5&bærir. Sí&an Ijet hann uppi, a& landslý&urinn
í þeim fylkjum yr&i á sama hátt a& mega grei&a atkvæ&i
um framtíð sína, eins og hin fylkin, þ<5tt hann kynni aö
vilja fylgja Frakklandi samkvæmt þj<5&erni sínu, og loks
var borið undir hið nýja alsherjarþing frumvarp um að
láta fylkin af hendi með því skilyr&i, a& íbúar væru fyrst
a& spur&ir, og var þa& samþykkt me& afarmiklum atkvæ&a-
fjölda eptir megnar deilur og áköfustu átölur gegn Cavour
af hendi hinna »rau&u«. En einn var sem aldrei fyrirgaf
Cavour þetta, og ahlrei skildi, a& þa& hef&i verið nauð-
synlegt skilyr&i fyrir endurreisninni, og þa& var Garibaldi,
sern var fæddur í Nizza, og elska&i þann bæ mjög. Ilann
sag&i af sjer »generals»tigninni, til þess að hafa lausar
hendur til a& gjöra þaö er hann vildi, þegar færi gæfist.
þess varð ekki langt a& bí&a. þ<5tt hi& nýja ríki væri
komiö í nokkurnvegin g<5&a skipan, voru þ<5 takmörk þess
svo ónáttúrleg, a& svo búið gat ekki lengi sta&ið. Hva&a
rjettlæti var t, a& su&urbluti Italíu væri undir útlendum
kúgurum rjett undir handarja&rinum á þessu stóra frjálsa
ríki? Enda var líka megnasta óánægja þar sy&ra, og um
vori& uppreist á Sikiley. þa& haf&i verið nokkra hríð í
bruggerð, a& Garíbaldi bryg&i sjer þangað, og loks í maí-
raánu&i fór hann hina nafntogu&u þúsundmannaför, sem
enda&i me& því, að hann tók Sikiley endilanga og Suður-
ítalíu. Cavour var, eins og au&vitað er, ekki me& í rá&um,
en hann vissi allt um förina, og þótt hann gæti ekki
hjálpa& opinberlega, til þess a& koma ríkinu ekki í neinn
vanda við stórveldin, var hann förinni þó hollur í laumi,
þa& sem hægt var. Hann dá&ist a& sigri Garibalda, en
vildi láta hann leggja Neapel sem fyrst í hendur
Viktors Emanúels, og láta ganga til atkvæ&a þar eins og
annarsta&ar sem fyrst, til þess a& stórveldin hef&u eigi
ástæ&u til a& tala um ólöglegt ástand. En Garibaldi vildi
fyrst reka Frakka úr Rómaborg og Austurríkismenn úr
Venedig, og þá fyrst leggja hi& sameina&a ríki í hönd konungs.
(aa)