Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1885, Page 64

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1885, Page 64
31. Kemur eldur upp í Vesúvíus á Ítalíu, og hraunflóð mikið. 7. okt. 14 þús. italskra leikmanna (»pílagríma«) sækja fund Leós páfa og færa honum hollustuávarp. 3. nov. Hefst uppreist allmikil í hjeraðinu Cerna Reka í Serbíu. 9. Foringi stjórnarhersins, Nicolic, berst við uppreistarlið Serba. 10. Nicolic herhöfðingi nær á vald sitt Kalafat, helztu varnarstöð uppreistarmanna. 11. Fundur nál. í hverri borg á Italíu; fundarefni: að krefjast almenns kosningarrjettar í bæjarstjórnar- og sveitastjórnarmál- um, og að konur jafnt sem karlar fái atkvæðisijett i þeim málum. 13. Öllum griðum lýst úr lögum í hjeruðunum Oroa, Eeka, Kri- jazevatz, Banja, Alexinatz og Kraina i Serbíu. Aðrar heirmálfur. 9. jan. Kviknar í mjög stóri gestahöll í Mihvaukee í Ameríku; fjöldi manns brennur inni. 4. marz. Lögleidd í Bandafylkjunum niðurfærsla á aðflutnings- gjaldi af varningi svo skiptir fleiri 100 miljóna. 25. Talað með hljóðbera (telefón) milli New-York og Chicago í Ameríku, 1000 mílur enskar; áður lengst 700 mílur. 22. apr. Fellibylur banar 83 mönnum i Missisippi í Ameríku og meiðir 300. 13. maí. Ógurlegur fellibylur í Missouri í Ameríku, brýtur 50 hús í borginni Kansas. 24. Vígð brú yfir sundið milli New-York og Brooklyn, »EastRiver,« eitthvert hið mesta furðuverk heimsins. Var í smíðum 13 ár, kostar nálægt 60 milj. kr. 30.j«ttí\ Fellistormur rís frá Bengalsflóa í Asíu, og æðir yfir suð- urhluta Indlands; sveipar burt borgum og þorpum t. d. 500 húsum í bænum Súrat við Tapterá. 12. júH. Verður fyrst vart kóleru í Alexandríu á Egiptalandi. 18. Kólera drepur flölda manns í Kairó, og fer sem morðengill um Egiptaland. 25. ág. Hefjast hin voðalegustu eldsumbrot, er sögur fara af, _og jarðskjálftar á Java og Sundaeyjum; stendur í 3 daga; eyjar með borgum sökkva í sjó, öðrum skýtur upp; 50—80 þús. manna farast. 1. sept. Til þess tíma höfðu alls dáið 27318 manns úr kólernnni á Egiptalandi. 20. Uppreist á eynni Háiti í öðru þjóðveldinu þar. 15. okt. Mikil tjón af jarðskjálftum í Litlu- Asíu og á sumnm eyjum í Grikklandshafi; mest hjá Smyrna og þar nærlendis. 4.—6. nóv. Fjell hershöfðinginn Hick pasja í Súdan og með honum allur herinn nær 11,000 manna, enskra og egipzkra, fyrir herflokkMahdíans (falsspámanns), er stýrði nálægt 30,000manna. Mannalát. Abd-el-Kader, frelsiskappinn mikli frá Alzír, 25. maí í Damaskns, hálfáttræður Andersen, Carl, skáld Dana (alinn upp á Islandi, útskrifaður úr Rvíkurskóla 1848; hefur samið ýmsar smásögur semfarafram á Islandi) 1. sept., hálfsextugur. (60)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.