Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1885, Side 73

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1885, Side 73
að ckki þorðn þau feðgíu að synja lionmn alveg ráðsins, en báðu um þriggja vetra frest og' fengu hann. Svu bað Úrsúla föður sinn um tíu fagrar og siðprúðar meyjar af háum stigum, sem væru á reki við hana sjálfa, og auk þess mæltist hún til að hún og þessar tíu fengju hver um sig þúsund meyja, svo sem þernur, altsaman í kristilegum tilgangi og fyrir bænahalds sakir mest. Kóngur gerir þetta, og þegar allar fríðurnar hafa mætzt og eru búnar að undirbúa sig nægilega, leggur hersingin á stað og þær koma til Kolnis. þaðan fara þær til Buslaraborgar (Basel) og síðan til Kóms, til þess að þola píslarvættisdauða þar. það hepnast ekki og þær fara aptur til Kolnis. þá stendur svo vel á fyrir þær, að Húnar eru í sömu andránni búnir að gjöreyða þar húsum og tnönnum. Úrsúlu er hvað eptir annað beðið af Húnakóngi, en hún synjar altaf, og við það verður hann svo reiður að lokum, að haim drepur þær allar, nema eina, sem varð hrædd, þegar hún sá, hvað systur hennar vóru hart leiknar. Hún hljóp til skips þeirra meyja og faldi sig þar. Henni er síðan helgaður næsti dagurinn einni, þ. e. s.: 22. Hún hjet Gordula. Brátt iðraðist hún þessa, að hafa yfirgeflð systur sínar svona, og eptir æðilangt bænahald lijelt hún á stað í aptureldingu, daginn eptir líflát þeirra Úrsúlu, og á fund þeirra Húnanna, og var undireins drepin. 23. Severinus var Dyskup í Kolni á þýzkalandi á fimtu öld. Hann hafa Danir tignað mikið fyr á tímum, og kölluðu »Sören« og hcfur það nafn alt til vorra tíma verið alment mjög í Dan- mörku, einkum meðal hænda, svona hjer um bil eins og Jón hjá okkur íslendingum. Dönsk munnmæli segja og, að Sören lielgi hafi verið bóndason józkur og fæddur í Rye skamt frá Himin- íjallinu á Jótlandi. Munkar, sem um hann hafa skrifað, kalla hann líka Rýgjapostula (apostolum Rugiorum), en sumir þeirra segja, að hann hafi boðað kristna trú á Dunárbökkum neðarlega °g þaðan sje nafnið komið. Hann dó í Kolni, að sögn 482, og var tekinn í helgra manna tölu fyrir trúarboðanir sínar, en einkanlega þó fyrir það, að hann sunnudagsmorgun einn heyrði fagran söng af hæðum, sem leiðtogar hans heyrðu ekki, fyr en Þeir höfðu beðizt fyrir lengi, og Severinus skýrði þeim frá að nú væri guð að taka á móti Marteini byskupi í Tours, sem nú mundi vera dauður og sannheilagur maður. þetta á að hafa staðið svo vel heima, að Marteinn dó sama morguninn í Tours, sem er á f'rakklandi, og Severinus sagði þetta í Kolni. 25. CrUpinus þessi var ítalskur að ætt og flýði ofsókna vegna til Frakklands með bróður sínum, sem á að hafa heitið Crispianus. þeir vóru báðir skóarar og eptir að þeir höfðu lengi boðað kristni á Frakklandi og verið teknir af þar, vóru þeir teknir í helgra manna tölu af páva svo sem skóarapostular. 26. er helgaður Amandus nokkrum, sem var byskup í Trekt (Utrecht) eitthvað um 630. |>á var sá kóngur í Niðnrlöndum, sem Dagbjartnr iijet, og honum sagði Amandus svo greinilega til syndanna, að kóngnr flæmdi hann úr landi. Seinna eignaðist kóngur son, sem skíra þurfti, og þá gerði hann boð eptir bysk-

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.