Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1889, Page 4
I yzta dálki til hægvi handar stendr hi'S forna íslenzka tímatalí
eptir því er árinu skipt í 12 mánuði þrítugnætta og 4 daga um-
fram, sem ávallt skulu fylgja þriðja mánuði sumars; í því cr
aukið viku 5. eða 6. hvert ár í nýja stíl; það heitir sumarauki
eða lagníngarvika.
Arið 1889 er Sunnudags bókslafr: F. — Gyllinital. IX.
Milli jóla og löngu föstu 9 vikur og 5 dagar.
Lengstr dagr í Reykjavík 20 st. 55 m., skemmstr 3 st. 58 m.
Myervar.
þessir myrkvar verða á árinu 1889:
1. Sdlmyrkvi 1. Janúar eptir sdlarlag og sest því ei á íslandi;
verðr almyrkvi norðvestantil í Ameriku.
2. Tunglmyrkvi 17. Janúar snemma morguns. Hann hcfst í
Reykjavík kl. 2. 31' f. m., er mestr kl. 4. 2' og endar
kl. 5. 33' f. m.; þegar myrkvinn stendr sem hæst eru sjö
tíundu hlutar af þvermæli tungis myrkvaðir.
3. Sdlmyrkvi 28. Júní; hann verðr sýnilegr í Afríka, Arabíu
og á Indlandi, og í sunnanverðri Afríku verðr hann hving-
myndaðr, en sest ei á Islandi.
4. Tunglmyrkvi 12. Júlí að kvöldi er úti hálfri stundu áðr en
tungl kemr upp í Eeykjavík. Á íslandi verðr því ekki annað
að sjá af myrkvanum en ef til vill lítill vottr breytingar
þeirrar á skini tnnglsins, sem serhver tunglmyrkvi byrjar og
endar með.
5. Sólmyrkvi 22. December, almyrkvi í miðhluta Afríku og við
norðrströnd Suðrameriku; hann verðr þar að auki sýnilegr í
meiri hluta Afríku og Suðrameríku og í Atlantshafinu, en
sest ekki á íslandi.