Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1889, Side 36
eém Hake heitír, er komizt svo aS orfei: „Hann leit hjer
allt meh skyggnleik hugvitsmeistarans, og meí) eldheitri
trú kristins manns, sem les rúnir helgra áminninga á
hverjum steini“.
Meðan Gordon var í Jársalaborg komu boö til hans
frá Leopold Belgíukonungi, er skoraði á hann að takavið
landstjórnarumboði í löndurn Kongúfjelagsins. Gordon hafði
í hyggjn að taka við þessum starfa, og hjelt heimleiðis,
til Bryssel, en þegar þangað var komið, fjekk hann önnur
boð frá þeim Gladstone og Granville, og kvöddu þeir
hann til fundar vib sig og fdru því á flot við hann, að
fara aptur til Súdan og bæla niðnr uppreisn Mahdíans.
Bæði þessi boð voru virðingarboð mikil, en um leið meb
vandamái að fara. Svo fdr að þeir Gladstone urðu hlut-
skarpari og hjelt hann heim til Lundúna til þess aÖ semja
vib þá um förina.
Flestum mun vera nokkuð í fersku minni um upp-
reisn Mahdíans, enda yrði þab oflangt mál ab skýra frá
henni hjer. Hann gjörðist foringi þrælasalanna, og með
því þeir voru auðugir, og öhlutvandir að sama skapi)
ljetu þeir honum í tje bæði menn og fje. En auk þess
kvaðst hann vera spámaður af guði sendur, og hafa það
umboð á hendi, að frelsa alla játendur Múhameds undan
öllum yfirráðum kristinna manna. Streymdi þá að honum
múgur og margmenni, enda lofaði hann liðsmönnum sínum
ríkulegri umbun og verkalaunum, þegar hann hefði lokið
starfi sínu, bæði hjer og annars heims. Egiptajarl vantaði
bæði menn og fje til þess að bæla uppreistina niður, og
auk þess þorði hann ekkert að aðhafast, án þess að hafa
spurt Englendinga til ráða. En ráð ensku stjórnarinnar
var mjög á reiki, Henni reis hugur við því manntjóni
og fjárútlátum, sem af því heföi leitt, að senda nýja enska
hermenn þangað suður, enda er aðalþorri ensku þjóðar-
innar ófús til fjárútláta til hernaöar, en í aðra röndina þá
var þess að gæta, að fjöldi kristinna manna bæði enskra
og annara þjóða, hafði tekið sjer bólfestu þar syðra
(þannig bjuggu 10,000 kristinna manna í Khartum), og
og það lá í augum uppi, að menn þessir mundu sæta
afarkostum, eða bíða illan dauba, ef Mahdíinn l'engi náö
þeim á sitt vald. í annan stað var þaö og engin fagnaðar
(«4)