Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1889, Qupperneq 90
Aldur ólifuð ár Aldur ólifuð ár
1 árs 50 ára
10 ára 51 - 60 - 14 -
20 — 41 — 70 — 9 —
30 — 34 — 80 — 4 —
40 - 28 -
Af þessari skrá geta menn, án mikillar fyrirhafnar, reiknað
út, hve lengi menn geta gjört sjer von um að lifa, á hveij-
um aldri sem menn eru.
S.
SPAKMÆLI.
— Menn ættu aldrei að vera stórorðir um smámuni.
Prancisque Sarcey.
— |>að eru ekki allir spámenn, þó þeir sjeu lítils metnir á
fóstuijörð sinni. J. J. Mohr.
— Jeg vil heldur eiga við eitt Ijón en þúsund rottur.
Voltaire.
— það er lítið sældarbrauð að vera spámaður. Spái mennv
ijett, þá trúir enginn því, og ef menn spá rangt, þá er mönnum
hallmælt fyrir það.
— Ef menn vilja ala upp nýja og betri kynslóð, verða mennj
að byija á því að ala upp kvennþjóðina.
— Sakleysið er blóm, sem visnar þegar við það er komið,
og enginn getur gefið því fegurðina aptur, jafnvel þó hann laugi
það í tárum sínum.
— Hamingjan er í því fólgin, að geta veitt sjer það sem
menn þarfnast og þarfnast þess. sem menn geta veitt sjer.
— Stjórnarbyltingarnar koma af því að þjóðirnar eru sjúkar,
en sú sýki verður sjaldan þjóðunum heldur konungunum að bana.
— Ef menn segja öðrum leyndarmái, þá er það ekki leyndar-
mál upp frá því — það er eins og peningur, sem er brotinn í
tvennt. Uppfrá því er hann aðeins brotasilfur.
— Flestir vita að jörðin snýst um möndul sinn, en margir
eru líka jafnsannfærðir um að möndullinn sje sjálfir þeir.
— Sumir gorta af manukostnm sínum, aðrir af ókostum, og
þeir sem ekkert hafa sjálfir til að raupa af, gorta af forfeðrunum.
Leiðrjetting.
I almanaki fijóðvinafl. fyrir árið 1888 á bls. 64, eru laun
embættismanna Bandaríkjanna misprentuð þannig: að taldar eru
krónur, sem eiga að vera aurar. þegar tvö núll eru tekin aptan
af hverri upphæð eru launin í krónntali rjett tilfærð. þeir sem eiga
almanakið g]öri svo vel, að lagfæra þetta.
I 400 Ex. af annari örkinni í almanaki þessu eru nokkrar
prentvillur; það hafði gleymst við prentunina að leiðrjetta þetta þar
til svo langt var komið.