Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1885, Side 76

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1885, Side 76
SKRÍTLUK. — Köðursystirin: María litla, þú verður ljút þegar þú er_t orðin stór, ef þú skælir þig svona. — María: So — grettir þú þig, þegar þú varst lítil? — — Móðirin segir við litlu dóttir sína: Nú eignast þú bráðum ofurlítinn bróður til að leika þjer við. Barnið: 0! það verður gaman — veit liann pabbi minn það? — Afinn: Litla dótturdóttir mín, hvað gjörðir þú við brúðuna, sem þjer var gefin á jólanóttina? Barnið: Jeg ætla að geyma liana í stokknum mínum þangað til jeg er orðin stór, handa börnunum mínum. Afinn: En ef þú eignast ekkert barn. Barnið: |)á getur hún gengið í arf til barnabarnanna minna. — Eitt sinn var verið að draga seðla um húsdýr á »Tombólu«; var þá hrópað upp með: »Nr.l3 feitt svín«; þá gellur við feit og digur slátrarakona mjög glöð: »pað er jeg«. — Karl á banasænginni, segir við konu sína, sem situr við rúmið hans: mjer finnst gæðskan mín, þrautirnar heldur minni i dag, reyndu að sjóða handa mjer einn hænuunga. Konan: 0! heillin mín, við eigum svo fáa, jeg má varla eyða honum frá ei'fisdrykkjunni. — Góðhuggun. Prúin: þetta er áreiðanlega verstamál- verkið á allri sýningunni. Málarinn: það er sorglegur vitnis- burður fyrir mig kæra frú. Frúin: Ó! látið þjer yður ekki falla ílla minn dóm, því jeg hef ekkert vit á málverkum, jeg segi bara það sem jeg heyri alla aðra segja. — Gott ráð. A.: það er sagt að ráðskonan þín steli frá þjer, og samt ætlar þú að giptast henni. B.: Já — það er einmitt ljettasti mátinn til að ná í peningana mína aptur. — Bóndinn: Hafið þjer frjett að bróðir minn er dauður. Presturinn: Já, nú er hann kominntilföðurhúsanna, viðvornm góðir vinir — en nú sjáumst við ekki framar. — Móðirin: hvemig lýst þjer á hann Munda minn litla? Vinkonan: Ó! ljómandi fallegt bam, en hann er nokkuð lítill; þegar hann Siggi minn var ávöxt við hann, var hann miklu stærri. — Sveitakona sem aldrei hafði sjeð ofn, var eitt sinn um vetrartíma boðið inn í herbergi, þar sem lagt var í ofn; hún var að skoða sig um og taka á ýmsum hlutum og finnur þá að ofninn er heitnr; þetta þykir henni kynlegt í vetrarfrostinu og segir: »Sá held jeg sje heitur á sumrin«. — Konan: þú liggur altaf í bókum og skiftir þjer ekkert af mjer, jeg held þjer þætti vænna um mig, ef jeg væri orðin að bók. Maðurinn: Já! einkurn ef hún væri almanak, þvi þá gæti jeg átt von á annari við áraskiptin. HEILRÆÐI. — Eyddu ekki peningunum áður en þú eignast þá. — Geymdu ekki til morguns, það sem gjörast á i dag. -- Hafðu vissan stað fyrir hvern hlut, og hvern hlut á sínum stað. — Kauptn aldrei hluti, þó ódýrir sjeu, sem þú ekki þarft. — Dæmdu aðra vægilega, en sjálfan þig strangt.

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.