Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1892, Page 52

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1892, Page 52
þannig hefur Parnell koraiö sjálfum sjer á knje. En írland mun aldrei gleyma því, a& hann hefur reist vií> írsku þjá&ina meir en nokkur annar mafcur á þessari öld, þegar O’Connell lífeur. Timothy Healy, einn af skæímstu mótstöSumönnum Parnells hefur farife þessum orfeum um hann: »Sárt þótti oss afe verfea afe steypa Parnell, og lengi vorum vjer afe víla þafe fyrir oss. Mófeir vor (Irland) lá undir hunda og manna fótum og hann reisti hana upp og skipafei henni á bekk mefe öferum þjófeum, svo OrS hennar, sem áfeur voru virt afe vettugi, máttu sín mikils. þessu munum vjer aldrei gleyma honum. Vjer urfeum afe velja um tvennt, írland efea Parnell. Vjer kusum írland. En oss var þungt innanbrjósts*. SKYRING MYNDANNA. Salisbury lávarður heitir fullu nafni Robert Arthur Cecil inarkí af Salisbury. Hann er nú, eins og kunnugt er, stjórnar- forseti á Bretlandi; á fimmtugs aldri. 23 ára gamall náði hann þingkosningu til neðri málstofunnar og þótti brátt mikið að honum kveða sakir mælsku hans og vitsmuna og hlaut hann því ráðgjafa- tign í ráðaneyti Torymanna, en því starfi sagði hann af sjer 18tí3 af því honum þótti meðstjórnendur hans ekki vera nógu mikbr íhaldsmenn. 1874 tók hann þó við ráðgjafatign í ráðaneyti Disraelis, og gafst honum nú brátt færi á að sýna dugnað sinn og stjórnkænsku i stórvelda-þrefinu út af styijöldinni milb Rússa og Tyrkja, og eptir það gekk hann næstur Disraeli að virðingu í flokk sínum. Við þingkosningarnar 1880 bar Glad- stone mikinn sigur úr bítum, og varð Torystjórnin því að víkja frá völdum. Eptir lát Disraelis varð hann foringi flokks síns. 1886 varð Salisbury fyrst stjórnarforseti, en sat þá skamma stund að þeim völdum, því Gladstone vann enn mikinn sigof við þingkosningarnar. En þá tókst Gladstone á hendur að veita írum sjálfsforræði; við það skiptist flokkur hans og varð það til þess, að Salisbury komst aptur til valda, og hefur hann setið að (m)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.