Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1892, Page 54

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1892, Page 54
á síðustu heímsýningunni í Parísarborg, og er hann frægur af |m verki um allan heim. Emin I’ascha fæddist í Oppeln í Schlesíu. Skírnarnafn hans er Edvard Schnitzer og bar hann það nafn þangað til hann gekk í þjónustu Tyrkjasoldáns. Á yngri árum lagði hann stund á læknisfræði og tók próf í henni 24 ára gamall. Árið 1864 gekk hann í þjónustu Tyrkja sem læknir. því starfi gegndi hann 11 ár og vanp sjer hylli mikla og virðingu, en eptir lát Ismail Hakki Pascha, gekk hann í þjónustu Egiptalands og varhann sendur til Gordons suður til Miðjarðarlínu hjeraðanna, er svo nefnast og fjekk Gordon brátt á honum hinar mestu mætur. Emin varð þar eptirmaður Gordons, er Gordon tók við yfirráðum yfir Sudan. Eins og mönnum er kunnugt, fór Stanley síðustu Afríku-för sína til þess að heimta Emin úr helju, en viðkynning þeirra fór á allt annan veg enn menn höfðu við búizt og urðu þeir allmiklir óvildarmenn. Emin Pascha er nú í þjónustu Jbjóð- verja í löndum þeirra í Afríku. Tippo Tib er mjög voldugur og vellauðugur Araba-höfð- ingi í Afríku, og er nafn hans mjög kunnugt um allan hinn menntaða heim einkum af ferðabókum Stanleys og viðureign þeirra allri. Að nafninu til er hann háður soldáninum í Zanzibar, en ríkir þó miklu fremur yfir hjeraði sinu sem einvaldur væri. Hann er þrælakaupmaður mikili, stjórnsamur í löndnm sínum og bragðarefur hinn mesti. Svo er sagt að hans sje von á sumri komandi til Lundúnaborgar til þess að bera af sjer sakir þær, er Stanley bar á hana eptir síðustu Afríku-för sína. Mark Twain erhið fræga kýmniskáld Vesturheimsmanna. Skírnarnafn hans er Samuel Clemens, en á allar bækur sínar ritar hann nafnið Mark Twain og er hann því almennt nefndnr því nafni um allan hinn menntaða heim. í nokkrum undanfar- andi árgöngum Alm. þjóðfjl. hafa staðið smásögur og skrítlur eptir hann. (Jharles Ttussel er talinn mælskastur allra málafærslu- manna á Englandi. Frægastur er hann af vörn þeirri, er hann flutti í máli því, er stjórn Breta höfðaði gegn Parnell (Times- málinu), sem sagt er frá í greininni um Parnell.

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.