Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1892, Page 55

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1892, Page 55
MUNNMÆLI UM JON BISKUP VÍDALlN. Jón biskup Vídalín hefur verið uppáhald íslendinga, bæði að fornu og nýju, síðan Húspostilla hans kom fyrst út 1718 og verður það að öllum líkindum lengi ennþá. Eptirlæti þetta kom þó lítið fram á honum í liíanda lífi, því hann dó skömmu eptir að postillan kom út, 1720 (f. 1066), en síðan hafa Íslendingar farið með hann eins og allar þjóðir eru vanar að fara með eptirlætis- börn sín. þeir hafa búið til um hann sand afmunnmælasögum, sem nú ganga mann frá manni um alt land. Sumar þeirra eru ef til vill sannar, og flestar styðjast þær að öllum líkindum við sönn atvik, en þó hefur víst þjóðarandinn, þetta ósýnilega þjóð- skáld, sem ber langt af öllum þjóðskáldum, þessi höfundur allra Þjóðsagna eflaust iært meginið af þeim í stýlinn af ósjálfráðri virðingu fyrir uppáháldi sínu. Sögur þær, sem nú skal greina, eru helstar þeirra, sem jeg hef heyrt um Jón biskup. Jeg sel þær ekki dýrara en jeg keypti þær. Jón sigldi á háskólann á ungum aldri og tók þar embættis- próf. Eptir það hefur hann að öflum líkindum átt heldur ervitt uppdráttar, því hann tók til þeirra óyndisúrræða að ganga í her- þjónustu. Hann iðraðist mjög eptir því áður en langt um leið, en þó var hann orðinn svo bundinn í báða fætur, að hann varð að sætta sig við herþjónustuna um stund. Von bráðara urðu samt umskipti á högum hans. Einusinni var hirðpresturinn að prjedika yfir konungi og hirðinni. Honum varð snögglega illt og hætti messugjörðin í miðju kafi. Konungur bað einhvern guðfræðinga þeirra, sem við væru staddir, að taka við þar sem hinn hætti, en enginn varð til þess lengi vel. þegar Jón sá það varð hann við ósk konungs, steig í stólinn eins og hann stóð og tók til máls. þegar konungi þótti ræðan vera orðin hæfilega löng, stóð hann upp og benti Jóni að hætta, en það var nú svo sem ekki sá gállinn á Jóni. Hann herti ræðuna sem mest hann mátti og sagði að það væri guðsbörnum sannarleg huggun og yndi sálum þeirra að heyra guðs orð en um satans börn kvaðst hann ekki skeita. Hann pijedikabi langa lengi, skýrt og skorinort og hætti ekki fyr en honum þótti sjálfum tími til kominn. Konungur dáðist mjög að orðfæri hans og einurð, og sagði að Vídalín væri betur fallinn til að vera biskup á íslandi en hermaður í Danmörku. Eptir þetta virti konungur Jón meira en aðra íslendinga ogveittihon- um kennaraembætti í Skálholti, jafnskjótt- sem það losnaði. Meðan Jón var utanlands bjó Margijet móðir hans búi sínu heima. Stúlka ein var hjá Margrjetu og er ekki getið um naf’n hennar. Einu sinni fer hún út sem optar, kemur inn aptur í snatri og segir við Margijetu: »Jeg hef ekki opt sjeð hann Jón son yðar heillin góð, en ekki þekki jeg hann ef hann kemur ekki utan völl«. Margrjetu varð svo við þessa fregn að hún stóðupp, rak stúlkunni löðrung og sagði að hún skyldi njóta þess eða gjalda eptir því hvort hún segði satt eða lygi. Að svo mæltu fór hún út og var þá sonur hennar kominn.

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.