Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1892, Page 56
Jón bískup kvæntist Sígríði dóttur Baufta-Jóns biskups á
Hólum, frá Leirá. Hún var mjög nísk og þótti ekki bæta um
fyrir manni sínum.
Einusinni rak hval á reka biskups. Hart var í ári, en samt
seldi biskup allan hvalinn dýrum dómum. Margqet móðir hans
frjetti þetta og þótti illt að heyra. Hún brá við og reið heim í
Skálholt. pegar biskup fqetti að móðir hans væri komin, gekk
hann til dyra og ætlaði að fagna henni, en kerling rak honum
roknalöðrung og sagði um leið að hann skyldi ekki láta skurð-
goðið frá Leirá draga sig til helvítis. Að svo mæltu reið hún
af stað en biskup sagði: »Keið er móðir vor nú«. Hann vissi
vel við hvað kerling bafði átt. Skömmu seinna rak hval hjá
honum og gaf hann hann allan.
Einusinni kom fátækur maður til biskups. Hann hafði misst
kú sína. Biskup fór með hann út í fjós og gafhonum eina kúna.
þegar frú Sigríður frjetti þetta varð hún fokvond og sagði við
biskup: »Nú! það var mikið að þú gafst honum ekki hest líka«.
»þá er að gera það« svaraði biskup og gaf manninum uppá-
haldshest konu sinnar; sagði liann að konan sín gæfl honum hann*).
Jón biskup bar ávalt korða. Einu sinni var hann og frú hans
stödd á kvíunum í Skálholti þegar verið var að mjalta. Fátækan
barnamann úr sveitinni bar þar að og bað hann biskup að gefa
sjer eina ána. Biskup ætlaði strax að verða við bón hans, en
frúin taldi það úr. Biskup skipti engum orðum við hana en brá
korðanum, og hjó eina ána sundur í miðjunni. Að því búnu
sagði hann við aðkomumanninn: Konan mín átti helminginn í
ánni en jeg gef þjer minn helming; farðu með liann. Ekki er
annars getið.en fátæklingurinn hafl þegið það með þökkum.
þeir voru litlir vinir Oddur lögmaður Sigurðsson og biskup.
Einusinni hjelt Jón biskup ræðu á alþingi. Oddur fjekk sjer ekki
geð til að hlýða á ræðuna en sendi svein sinn af stað og bað
hann að segja sjer úr messunni. Ræða sú sem biskup hjelt er
orðlögð, en svo var hún harðorð að mörgum þótti nóg um; sumir
ætluðu jafnvel að fara út úr kyrkjunni í miðju kafl. þá veik
biskup máli sínu að afdrifum þeirra Datans og Abírams og bað
jörðina að opnast og svelgja guðleysingjana sem vildu ekki heyra
guðsorð. Svo brá við orð þessi að alt ljek á reiðiskjálfi. þeim
sem út ætluðu leist ekki á blikuna svo þeir settust niður aptur
og biðu messuloka.
þegar úti var, fór þjónn Odds til húsbónda síns, en svo
var honum mikið niðri fyrir, að hann fjell á knje fyrir framan
hann og las ræðu biskups orðijetta upp fyrir honum. þegar
Oddur hafði heyrt alla ræðuna varð honum þetta að orði: »MíkíU
kjaptur er á honum Jóni«. Biskup heyrði sagt frá þessu en
trúði því ekki að maðurinn hefði kunnað alla ræðuna. Hann fjekk
hana því uppskrifaða hjá honum og bar hana saman við sína,
og kom þá fram að ekki munaði einu orði.
*) Jeg hef lika heyrt pessa sögu um JónEspólín sýsiumann og konu hans
------------—Ó. D.
(48)