Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1892, Page 70

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1892, Page 70
7. nóv. Caprivi og Crispi hjeldu fund með sjer í Milano. 11. þingkosningar á Svisslandi. 23. þingkosningar á Ítalíu; Crispi vinnur mikinn sigur. A'ðrar heimsálfur. lð.jan. Sambandsþingið í Canada hófst. 13. febr. Ali, bróðir Zanzibarsoldáns, tók við ríki eptir bróður sinn látinn. 27. marz. Ógurlegur skýstrokkur fór yfir Ohiodalinn; fjöldi húsa hrundi eða brann, nál. 1000 menn tíndu lífi. 17. apr. Trúfræðiskennsla afnumin í ríkisskólunum í Brasilíu. 22.j úní. Fonseca, forseti Brasilíu ritar undir nýja stjórnarskrá. 12. júlí. Skýstrokknr fór yfir Minnesota og varð mörgum mönnum að bana. 25.þjóðveldið Guatemala segir þjóðveldinu San Salvador stríð á hendur. S. d. Uppreisn í Buenos Ayres, nál. 1000 manna ijellu. 27.Bardagi við Chingo. 600 fjellu af Guatemala-mönnum. 80 af San Salvador-mönnum. 6. ág. Celmann, forseti í Argentina fer frá völdum, Pellegrini tekur við þeim. 15. sept. þingkosningar í Brasilíu. 1. okt. Tolllaga frumvarp M'Kinleys fær lagagildi. 4. nóv. Kosningar til þings í Bandafylkjunum; lýðveldismenn vinna mikinn sigur. Nokkur mannalát. Ágústa, ekkja Vilhjálms I þýzkalands keisara, 7. jan., 78 ára. Carl BÍoch, frægur málari i Kaupmannahöfn. Carnarvon, lávarður á Englandi, sijórnmálagarpur. Ferdinand Maria Amadæus, hertogi af Aosta, bróðir Umberto ítal- íukonungs. Franckenstein, einn af foringjum Centrumsflokksins á þýzkalandi. Gottfried Keller, frægt skáld á Svisslandi. Guiseppe Pecci, kardínáli, bróðir páfans. Heinrich Sliemann, frægur þýzkur fornfræðingur. Jofirin, foringi possibilista-flokksins í París. Johánn v. Lutz, fyrv. stjórnarforseti í Bajern. Johanne Louise Heiberg, fræg leikkona í Kaupmh., ekkja skálds- ins, 78 ára. Júlíus Andrassy, greifí, fyrv. ríkiskanzlari í Austurríki. Markis Tseng, frægur stjórnvitringur á Kínveijalandi. Montpensier-hertoginn, sonur Louis Philippes, 65 ára. Napier of Magdala, frægur enskur hershöfðingi. Niels W Gade, frægt tónskáld í Kaupmh. 73 ára. Octave Feuillet, skáld á Frakklandi. » Sayed Khalifa ben Said, soldán á Zanzihar 13 febr. Viíhjálmur III, konungur á Hollandi, 22 nóv. Williám Gull, frægur læknir á Englandi. (56) S. H.

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.