Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1892, Page 78

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1892, Page 78
pegar brunn-skjaldbakan heyrði sjóinn nefndan, þá synti hún í hring, ofurlítinn kipp, og sagði svo: »Er vatnið í sjónum þínum svona mikið?« »Miklu stærra«, sagði sjó-skjaldbakan. þá synti brunn-skjaldbakan um svo sem tvo þriðju hluta af umferðinni á brunninum, og spurði hvort sjórinn væri eins stór. »Já, hann er stærri«, svaraði hin. •Hann er þá aldrei eins stór eins jog allur brunnurinn«, sagði brunn-skjaldbakan. »Jú, hann er miklu stærri«, sagði sjó-skjaldbakan. »þ>essu trúi jeg varla, en hvað er sjórinn þá stór?« »Af því þú hefur aldrei sjeð annað vatn enn vatnið í brunn- inum þeim arna, þá getur þú ekki skilið hve stór sjórinn er. Hann er svo stór að þó þú lifðir mörg ár í honum, þá gætir þú aldrei kannað nema ofurlítinn blett af honum, og aldrei komizt á snoðir um hvað mikill hann er ummáls, það er þessvegna ómögulegt að bera sjóinn sainan við þennan brunn«. En brunn-skjaldbakan svaraði: »Nú ertu farin að raupa fallega, því eitt er nú víst, að það er ómögulegt að það sje nokkurstaðar meira vatn enn í brunninum þeim arna, þú ert bara að gorta af ættjörðinni«. Hjegóminn verður heimskum að falli. Tvær gæsir voru að búa sig af stað um haustið til suður- ferðar. þ)á kom til þeirra froskur og bað þær í öllum bænum að taka sig með. þ)ær sögðust skyldu gjöra það ef hann gæti fundið ráð til þess að fiytja hann. Froskurinn kom með sterkt og langt stararstrá, og ljet gæsirnar taka það í neflð, þannig að hvorhjelt í sinn endann, en froskurinn tók með munninum utan um mitt stararstráið. Svo lyptu þær upp vængjunum og flugu af stað með froskinn á milli sín. Ferðin gekk vel í nokkra daga, en svo tóku einhverjir eptir þeim og dáðust af því, hvað hugvitlega þessu væri fyrir komið, og töluðu um hver það mundi vera, sem hefði fundið uppá þessu. petta heyrði froskurinn, og gat ekki stillt sig um að gjöra það uppskátt hvað snjall hann hefði verið og kallaði: »pað var jeg, sem fann upp á því«. En strax þegar hann opnaði munninn, missti hann af stararstráinu, steyptist niður og kom niður steindauður. T. O. YMISLEGT. Fáein orð um mjólk. Mjólkin er, eins og allir vita, hvítur ógagnsær vökvi; sje hún blönduð mjög með vatni, verður hún þó gagnsæ og slær á hana bláum lit Mjólkin er ekki algjörlega eins samsett í öllum skepnum, en þó að mestu leyti. í skepnum af sömu tegund er (64)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.