Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1892, Síða 81
mann lífinu til þess að hræða aðra frá glæpaverkum. það verður
örðugt að sanna það. Prestarnir eru fremstir í fiokki með að
halda dauðahegningunni fram og bera ritninguna fyrir sig, en
gleyma þeir því þá ekki, að Jesús kenndi aðrar lífsreglur í fjall-
ræðunni, en lög Gyðinga heimta.
Prestarnir undirbúa þá, sem dæmdir eru til dauðans, eins
vel og þeir geta og af góðum hug, en verður þessi undirbúningur
að tilætluðum notum? Og hvenær er sá, sem til dauða «r dæmdur,
nægilega undirbúinn? það getur enginn sagt, en víst er það,
að undirbúningur þessi er glæpamanninum til mikillar kvalar, og
hvað má hann hugsa meðan presturinn er að prjedika um fyrir-
gefningu og friðþægingu, þegar þjóðfjelagið er svo hefndargjarnt
að það vill ekki sættast upp á aðra skilmála, en að inaðurinn
sje af lífi tekinn. þegar morðingi einn var spurður, hvort liann
væri undir það búinn að deyja, þá svaraði hann: >það verður
víst svo að vera, fyrst mannfjelagið er svo ósáttgjarnt, að það
vill engum öðrum bótum taka fyrir óheillaverk mitt, enn að jeg
sje af lífi tekinn«. Ef undirbúningurinn til dauðans heppnast
svo vel, að maðurinn iðrast illverka sinna af heilum hug og
hefur einlægan vilja til þess að bæta ráð sitt, er það þá nauð-
synlegt fyrir þjóðfjelagið, að svipta hann lífinu?
Tíininn.
Notaðu tímann vel. Pyrsta skilyrðið fyrir því er það að
þú farir snemma á fætur og byrjir strax að vinna það, sem er
þjer eða öðrum til gagns. þetta getur ef til vill verið óþægilegt
í fyrstu, af því þú hefur vanið þig á það að sofa langt fram á
dag, en þegar frá líður, þá verður pað þjer ekki aðeins þægilegt,
heldur nauðsynlegt, þá viltu ekki missa af því að sjá fegurð
náttúrunnar nm sóiaruppkomu, heyra fuglasönginn og njóta
ánægjunnar af vinnu þinni.
Ef þú ferð 1 tíma fyr á fætur á morgnana græðir þú 30
daga á einu ári eða næstum 1 ár á hveijum 10 árum.
Vísindamaður í Vesturheimi sagði nýlega á fundi: »Jeg
ætla ekki að halda fyrirlestur nema í 5 mínútur, mikið má gjöra
og segja á 5 mínútum. Á 5 mínútum má kveikja eld á ýmsum
stöðum í stórum bæ og brenna allan bæinn, bora gat á skip, svo
það sökkvi, ráða manni bana, vinna það verk, sem menn iðrast
eptir alla æfi, eða menn glata sálu sinni ineð. Esaú var ekki 5
mínútur að selja frumburðarrjett sinn, á 5 mínútum geta menn
sett blett á mannorð sitt, sem ekki verður af þveginn með öllu
• því vatni, sem rennur í öllum ám ájörðunni, en leggur foreldrana
í gröfina af sorg.
En eins og það er hægt að gjöra svona mikið illt af sjer
á 5 mínútum, eins er líka hægt að gjöra mikið gott á 5 mínútum.
Á 5 mínútum geta menn unnið þess heit að nota tímann vei fyrir
sig og aðra og ganga í bindindi með ofnautn á tíma og öðru því