Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 84
sag8í að hún skyldi verða konan hans fyrir guðí og mönnum til
eilífðar. — Vesalings Anna, hún valdi ekki þárjettu sölubúð.
*
* *
Við stóran húsbruna var kona ein svo áleitin, að komast
sem næst eldinum, til þess að sjá hvernig allt gekk til, að hún
varð slökkviliðinu til tafar. Hún var beðin um að færa sig burt,
en því gengdi hún ekki *Við skulum þá kenna henni að hlýðas
sagði einn í slökkviliðinu, og sneri vatnsslöngunni að henni og
setti vatnsbununa beint á hana, en hún vjek sjer ekki við fyrir
það; hún þurfti þess heldur ekki, því þegar hún kom heim, var
hún skrauf þur, því hún var í vatnsheldri kápu frá FF í
N—ffötu 100.
*
Eitt af því merkilegasta, sem fyrir mig hefur komið var
það þegar jeg kom heim um daginn og konan mín þekkti mig
ekki, hún sagði jeg væri orðinn svo umbreyttur í þessum flúnkur
nýju fínu fötum; jeg hefði ekki átt að kaupa mjer svona dýr
föt. En sannleikurinn var sá, að þetta voru gömlu fótin min,
nærri gatslitin, en hann T í A—götu var nýbúinn að þvo þau
og pressa þau, og þessi mikla breyting kostaði nærri því ekki neitt.
* *
Jeg varð dauðhræddur um daginn þegar báturinn hvolfdist
með hana móður mína; jeg hjelt hun mundi drukna. Að klukku-
tíma liðnum var henni bjargað upp í annan bát og svo á land, en
þegar menn sögðu henni að hafa fataskipti, voru fötin skraufþur;
orsökin var sú, að hún var í vatnsheldri kápu frá M. <£ Co. í
T—götu.
*
* %
Náúnganskcerleiki. Konan (við dýrasýning); »Jeg er svo
hrædd um að ljónið bijóti búrið og hlaupi út í mannþröngina*.
Maðurinn: »pú þarft ekki að vera hrædd, þegar ljónið er
búið að jeta alla þá sem næstir standa, þá verður það orðið svo
fullt, að það hefur ekki lyst á okkur>.
*
$ *
Hreinlœti. Á: Hvað ertu að fara kunningi.
B: Jeg er að fara í bað, jeg hef það fyrir fasta reglu að
baða mig einu sinni á ári (!).
*
* *
Úr erfSaskrá: Ef þær 10 sauðkindur, sem mig vantar af
fjalli, koma fyrir, þá á þorsteinn sonur minn þær, en finnist
þær ekki, þá skulu þær vera eign Jóns litla.
Auglýsing: Regnhlíf, sem átti að fara í aðgjörð glataðist
í dag á leiðinni hjá vinnukonu minni, sem var brotin sundur
í miðjunni.
*
* *
Einn kemur öSrum meiri. Málarinn: Jeg er svo fljótur
að mála, að jeg get á fáum mínútum með penslinum mínum
breytt híæjandi barnsmynd í grátandi.
(to)