Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1907, Blaðsíða 56
þeirra, að endaðri fangelsisvist. Kirkjumaður er
hann, engu síður en drolningin, nijög ákveðinn og
heítur trúmaður. Einkunnarorðin, sem hann tók sér
við ríkistöku sína: »Dominus mihi adjulor« (o: »Drott-
inn erminn hjálpari«) eru þar vissulega meira en orðin
tóm. Hann er sagður mesti áhugamaður um öil kirkju-
leg mál pjóðar sinnar og lætur árlega fé óspart af hendi
rakna til ýmisra kirkjulegra og ki istilegra fyrirtækja.
Hvað snertir hinar kirkjulegu stefnur, þá mun hann
ekki taka eina beint fram yfir aðra, en alment er pó
álitið, að liann sé einna hlyntaslur heimatrúboðs-
stefnunni. Um drotninguna er pað alkunnugt, að
hún er af hug og hjarta fylgjandi peirri stefnu, og
hlýðir helzt á kenningar presía, sem henni fylgja að
málum. Friðrik konungur er maður prýðilega gáf-
aður og víðlesinn; er sérstaklega mikið orð gjört af
pvi, hve stálminnugur bann sé á alt, sem liann heyr-
ir og' les, og alveg óvenjulega mannglöggur. Hann er
enn fremur betur máli farinn en alment gjörist; veit-
ir mjög létt að íinna hugsunum sínum orð og fram-
setja pær Ijóst og greinilega í stuttum og kjarnorð-
um setningum. I dómum sinum um menn og mál-
efni er hann mjög gætinn og grandvar og forðast að
kveða upp nokkurn dóm, par sem hann ekki hefir
geíað myndað sér sjálfstæða skoðun. En pað leitast
hann við að gjöra í hverju máli sem nokkru skiftir.
En eins og liann er gætinn í dómum sinum um aðra,
eins er hann vægur í dómum sínuin og skjótari til
að afsaka en ásaka. Yfir liöfuð að tala er hann
gæddur næmri og hreinni réttlætistilfinningu; ekkert
tekur honum sárar en ójöfnuður og rangsleitni hver
sem i hlut á, og pó sárast pegar gengur út yfir litil-
magnann. Hann svipar í pví sem öðru til föður
síns að vera »mildur mannvinur, hreinn og beinn
í lund, og pola ekki lygar og fals«.
Svo samgróinn sem Friðrik konungur áttundi er
pjóð sinni frá blautu barnsbeini, svo gagnkunnugur
(44)