Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1907, Blaðsíða 40
Vorið 1842, 26. maí, gekk Kristján prins að eiga
Lovísu heitmey sína og frændkonu. Stóð brúðkaup
þeirra í Kaupmannahöfn, og var »gula höllin« í Ama-
língötu fengin þeim til íbúðar.
Skömmu eftir brúðkaup sitt tókst Kristján prins
á hendur sendiför til Pétursborgar til þess meðal
annars að vera þar viðstaddur silfurbrúðkaup Niku-
lásar keisara sem staðgöngumaður konungs. Er þessa
sérstaklega getiö fyrir þá sök, að í þessari för tókst
prinsinum með háttlægni sinni og yíirlætislausri og
ljúfmannlegri framkomu að ávinna sér föðurlega vin-
áttu og hylli hins volduga keisara, er síðar varð hon-
um til svo mikils góðs.
Kristján VIII. hafði eins og fyr segir mætur á
nafna sínum bæði fyrir sakir mannkosta hans, sem
urðu því auðsærri sem honum óx aldur og þroski,
og eins sakir þess kærleiksþels, sem prinsinn bar til
Danmerkur og dansks þjóðernis, og við ýmis tæki-
færi kom í ljós. Sérstaklega gafst honum gott tæki-
færi til að sýna þetta við útkomu hins svokallaða
»opna bréfs« frá 8. júlí 1846. I þessu »opna bréfi«
hafði konungurinn lýst yfir þvi, að færi svo, að karl-
leggur Aldinborgarættarinnar, sem þá ríkti í Dan-
mörku, yrði aldauða, þá hlytu þau ákvæði konunga-
laganna frá 1665, viðvíkjandi ríkiserfðum í Danmörku,
að krúnuna geti borið undir kvennliði ef karlleggur
verði aldauða, einnig að ná til Suðurjótlands. — t
Hertogadæmunum hafði frá gamalli tíð karlleggur
einn verið talinn réttbær til ríkis; fyrir því risu menn
nú upp þar suðurfrá og mótmæltu harðlega hinu
opna bréli. Var þar fremstur í flokki Kristján Agúst
Ágústenborgar-hertogi, er áleit sig réttborinn til ríkis
í Hertogadæmunuin ef karlleggur hinnar ríkjandi
Aldinborgarættar dytti úr sögunni, þar sem hann
væri kominn í beinan karllegg frá Friðriki II. kon-
ungi. Og í lið með hertoga snerist, meðal margs stór-
mennis annars, Karl Lukkuborgar-hertogi, elzti bróð-
(28)