Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1907, Blaðsíða 59
Febrúar 19. Botnverpingur sökk úii fyrir Höfnum
í Gullbr.s., 6 menn komust af af 12.
— 21. »Scandia« fermd kolnm, strandaði viö Garð-
skaga, menn komust af.
Marz 4. »Familien«, fiskiskip Geirs kaupm. Zoéga í
Bej'kjavík, strandaði á skeri fram undan Iivals-
nesi, menn komust af.
— 10. Ibúðarhús úr timbri á Brunnastöðum á Vatns-
leysuströnd brann alt, en nokkru var bjargað af
búslóð og menn komust af.
— 11. Frönsk flskiskúta strandaði á Meðallandi, menn
komust af.
— S. d. Hús Pjeturs Níeissonar í Hnifsdal brann alt,
menn björguðust og nokkru varð náð af rúmfatnaði.
— 13. Frönsk fiskiskúta strandaði á Meðallandi, menn
björguðust.
— 14. Kristján nokkur Hjálmarsson á Isafirði fanst
örendur par í pollinum.
~~ 19. Sigurður Bjarnason, vestfirzkur, fjell útbyrðis
og druknaði af fiskiskipinu »Pollux« frá Hafnarfirði.
~ 23. Bátur úr Bolungarvík fórst á ísafjarðardjúpi
með 6 mönnum.
— 25. Pétur Grímsson húsmaður í Rvík liengdi sig.
— 30. í mýrinni norðan undir Eskihlíð í Reykjavík
fanst málmtegund með nokkru af gulli í, 116 fet i
jörð niður. Par var verið að leiía vatns með
jarðnafri.
Apríl 1. 25 ára afmæli Gagnfræðaskólans á Norður-
landi var haldið með allmiklu fjölmenni.
— 3. Enskur botnverpingur fórst á skeri milli Dýra-
fjarðar og Önundarfjarðar, menn komust af.
~ 5. Á Pórdalsheiði milli Áreyja og Skriðdals urðu
2 menn úti. Gunnar Sigurðsson frá Víkingastöð-
um og Guðjón Sigurðsson frá Strönd á Völlum.
— 7. Præp. lion. síra Magnús Andrésson á Gilsbakka
og Porvaldur próf. Jónsson á Eyri við Skutulsfjörð,
sæmdir Riddarakrossi dannebrogsorðunnar, og
(47)