Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1907, Blaðsíða 72
Febr. 2. Bulig'úine verður innanrikisráðherra í Rúss-
landi í stað Svíatópolk-Mirskis.
— 3. Fundir haldnir í París til pess að rnótmæla
sambandi Fralcka við rússnesku stjórnina.
— 10. í Berlin og víðar á Pýzkalandi látinn í ljósi
með fjölmennum samkomum samhugur með rúss-
neskum uppreisnarmönnum.
— 17. Sergíus fursti myrtur i St. Pétursborg.
— 26. Hefst höfuðorusta í Mansjúríu milli Rússa og
Japana, hin stærsta orusta er nokkru sinni hefir
háð verið, og stendur slitlaust til 10 marz (sjá síðar).
— 27. M. Gorkí látinn laus eftir áskorun frá ýmsum
merkum mönnum útlendum.
Marz 1. Millner lávarður leggur niður völd i Suður-
Afríku, en Selbourne lávarður tekur við þeim.
— S. d. Herlögum lýst yfir nær öllu Póllandi.
— 3. Rússakeisari gefur út ávarp til þjóðarinnar og
heitir að kalla saman ráðgefandi þing, til þess að
ræða umbætur á stjórnarfyrirkomulaginu, og skuli
þjóðin kjósa fulltrúa til þess þings. Jafnframt lýs-
ir hann yíir, að hann afsali sér ekki einveldinu.
Avarpið eykur óánægjuna.
— 7. Verkfallsmenn í St. Pétursborg eru orðnir 50 þús.
— 9. Talið, að 34. þús. hafi siðastl. viku dáið úr
plágunni á Indlandi.
10. Japansmenn taka Múkden, mikið herfang og
íjölda fanga. Kúrópatkin símritar heim, að hann
sé umkringdur. Um 200 þús. af Rússum eru fallnir,
særðir eða lierteknir í þessari stórorustu.
— S. d. Hagerúpsráðaneytið fer frá í Noregi, en
Michelsen myndar nýtt ráðaiieyti.
— 13. Her Rússa hefir hörfað í óreiðu norður eftir,
en Linievitch hershöfðingi komið í veg íýrir að
hann yrði umkringdur. Kúrópatkin beiðist lausn-
ar frá yfirforingjastöðunni, kveðst eyðilagður hæði
á sál og líkama. Hermálastjórnin í St. Pjetursborg
ákveður, að senda enn liðsauka austur.
(60)