Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1915, Page 40
XXXVIII
menn auk lengdar-leiðréttinganna að gera „breiddar-leið-
rétting". Hún verður á þeim stöðum, sem liggja 2° og i°
(stigi) norðar en Reykjavfk, sem hér segir:
20. jan. 17. febr. 17. marz 14. apr. 12. maí
2° N. I ±2Óm. ± 11 m. 0 m. T 9 m. T 22 m.
1° N. i 12 m. ± Sm. 0 m. T 4 m- T10 m.
28. júlí 25. ág. 22. sept. 20. okt. 17. nóv.
2° N. j j ±2601. ± 10 m. 0 m. ± 9 m. ± 22 m.
1° N. ! [ ±1210. ± 5 0 m. ± 4 m- ± 10 m.
og sýnir þá efra teiknið á undan tölunum sólarupprás, en
hið neðra sólarlagið.
Sem dæmi má taka Akureyri, sem er i’/a breiddar-
stigi norðar en Reykjavík:
17. nóvember í Reykjavík s. u. 9.3' s. 1. 3.22'
lengdar-leiðrétting ± 16 -f- 16
breiddar-leiðrétting + 16 -5- 16
17. nóvember á Akureyri s. u. 9.3' s. 1. 2.50'
eptir íslenzkum meðaltíma.
Um uppkomu og undirgöngu tunglsins er alment þetta
að segja: Kringum þann dag, er við stendur í 4. dálki
hvers mánaðar „tungl lægst á lopti“, er tunglið, þegar það
er í hádegisstað, fyrir neðan sjóndeiidarhringinn og kem-
ur yfirleitt ekki upp. Kringum þann dag, er við stendur
„tungl hæst á lopti“, er tunglið, þegar það er í hádegis-
stað, hér um bil 54 stig fyrir ofan sjóndeildarhringinn og
gengur yfirleitt ekki undir. Viku á undan og viku á eptir
þessum dögum er tunglið hér um bil 26 stig fyrir ofan
sjóndeildarhringinn, þegar það er í hádegisstað, kemur upp
í austri 6 stundum áður og gengur undir í vestri 6 stund-
urn síðar. 16. september stendur t. d. „tungl lægst á lopti".
Það merkir nú á árinu 1915, að það kemur ekki upp þann
dag, og þá líka heldur ekki 2 dögum á undan og á eptir.
í árslok 1913 voru 754 smápldnetur kunnar.
Árið 1913 sáust 6 halastj'órnur. Tvær af þeim reynd-
ust að vera sömu stjörnur og áður höfðu sést. Á skránni
yfir halastjörnur, sem hafa sést optar en einu sinni, voru
í almanakinu 1912 19 númer. Nú hafa 3 númer bæzt við,
sem sé halastjörnur Borrelly’s, Westphal’s og Giacobini’s,
og er umferðartími þeirra kringum sólina 7, 61 og 6'/> ár.
Næsta ár, 1916, ber páskana upp á 23. apríl.