Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1915, Page 51
Bertha von Snttner
er ein af frægustu konum, sem nú er uppi í heimin-
um. Hún er austurrísk skáldkona, en frægust pó
fyrir hin miklu og góöu afskifti sín af friðarmálinu,
°g fékk friðarverðlaun Nóbels-sjóðsins 1905. Hún er
Þriðja konan, sem fengið hefir verðlaun úr þeim sjóði.
Hinar tvær eru: frú Curie og Selma Lagerlöf, báðar
kunnar lesendum þessa almanaks.
Barónessa Bertha von Suttner er fædd í Prag
1843. Faðir hennar var ríkur og háttstandandi aðals-
luaður og herforingi í her Austurrikismanna, Iiinsky
að nafni, og greifi að tign. Æfisaga hennar er ein-
kennileg og líkist nokkuð skáldsögu. Hún var alin
upp í foreldrahúsum við hið mesta dálæti og nægan
auð, og naut allrar þeirrar mentunar, sem gáfuðum
stúlkum af háum stigum gefst kostur á. Auk þess
ferðaðist hún með foreldrum sínum víða um lönd og
komst í kynni við mestu stórmenni Norðurálfunnar.
í*etta æskulíf frú Suttner heflr orðið sá inngangur og
undirbúningur undir hennar mikla æflstarf, sem Yarla
uiátti vanta. Einmitt vegna þessa mikla kunnugleika
uieðal hæstu stéttanna og meðal þeirra manna, sem
stjórna þjóðunum, og þessarar góðu mentúnar og
allsnægta, sem hún naut í æskunni, heflr líf hennar
°g starf orðið svo mikilsvert. Hún hefir ölluni öðr-
um fremur getað látið skéyti sin hitta einmitt þar,
sem þau áttu að hitta.
Bað er þó ekki fyr en á fertugs aldri, að líf frú
Suttner fer að verða sögulegt. Árið 1876 gekk hún
uð eiga ungan rithöfund austurrískan, Arthur Gun-
daccar von Suttner að nafni, friherra að tign. Hann
var að vísu aðalsmaður, en ekki auðugur og þótti
henni ekki samboðinn. Risu foreldrar hennar mjög
eindregið móti þessum ráðahag, og foreldrum hans
var hann ekki heldur að skapi. Elskendurnir létu