Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1915, Page 52
þetta ekki á sig fá, en fóru sínu fram. En vegna
þessarar óvináttu við vandamenn sina urðu þau að
flýja land silt og lifa í útlegð um mörg ár. Fóru þau
þá til borgarinnar Tíflis, höfuðborgarinnar í Kákasus.
Par dvöldu þau í 9 ár. Fjárstyrk höfðu þau engan
heiman að og voru því bæði bláfátæk. Unnu þau
bæði fyrir sér með kenslu, hún einkum með því að
kenna sönglist, og bæði skrifuðu þau skáldsögur.
PjTkir það hin mesta niðrun fyrir fólk af liáum stig-
um í Austurríki og víðar, að þiggja borgun fyrir
vinnu sina, en slíkt oflæti brutu þau algerlega á bak
aftur. Skáldsögur hans voru með raunsæis- (realist-
ískum) blæ, sem á þeim árum tiðkaðist mjög í bók-
mentum Norðurálfunnar. Pykja sögur hans mjög vel
ritaðar og eru sumar þeirra lýsingar á alþýðulífinu í
Kákasus. Hafa þær náð mikilli útbreiðslu víða um
lönd og hlotið allmiklar vinsældir. Hún byrjaði á
skáldsöguritun sinni á þessum árum og skrifaði sög-
ur sinar undir dularnafninu Bertha Oulot. Birti hún
þær til og frá í blöðum og timaritum og vöktu þær
þegar allmikla eftirtekt. Hún hneigðist þegar frá byrj-
un meira að hugsæisstefnunni en maður hennar, og
sögur hennar hafa ávalt þótt bera af sögum hans að
skarpleik og skilningi á sálarlífi manna. Arið 1883
kom hin fyrsta bók hennar út, sem nokkuð verulegt
þótti að kveða. Pað var skáldsaga og heitir: »Inn-
stæða andans« (Inventarium einer Seele = minning-
ar frá námi og lífi). Pá var hún rétt fertug að aldri.
Síðan rak hver skáldsagan aðra. Meðal þeirra má
nefna: »Mannhrak« (Ein schlechter Mensch), »Mun-
aðarlíf« (»High Life«), »Höfundarsagan« (Schriftsteller-
roman), »Daniela Dormes« og margar fleiri. En lang-
mestan orðstír liefir hún þó unnið sér með hinum
eindregnu og ákveðnu stefnusögum sínum (die Ten-
densromanen): »Niður með vopnin!« (Die Waffen
nieder) og framhaldinu af þeirri bók, sem heitir »Börn
Mörtu« (Marthas Kinder), og einnig með sögunni:
(2)