Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1915, Síða 56
henni jóðsjúkri og verður að fara á stað með her-
deildinni. Hún tekur sér þetta svo nærri, að hún
fær barnsfararsótt. Barnið, sem hún elur, deyr sam-
stundis, og hún sjálf liggur milli heims og helju í
margar vikur. Loks þegar hún er ögn farin að koma
til heilsu, kemur hann heim úr striðinu, lítið eitt
særður, en þó ekki hættulega. Þegar hún var sem
verst haldin hafði hann legið sár og meðvitundarlaus
á vígvellinum við Dybböl.
Nú fær hún hann til að segja upp stöðu sinni í
hernum. En áður en það kemst í framkvæmd, kem-
ur annað fyrir, sem er ætíð sjálfsagður förunautur
ófriðarins. Bankafyrirtæki fer á höfuðið, og hún
týnir aleigu sinni. Pá getur hann ekki sagt af sér,
því að þau þurfa launin hans til að lifa á.
Svo kemur stríðið milli Prússa og Austurríkis-
manna 1866. Friðrik verður að fara með hernum.
Hún lifir í sífeldri angist og kvíða um líf hans og
heilsu á vígvellinum, og loks fær hún engar fréttir af
honum. Hver fréttin berst frá ófriðarstöðvunum ann-
ari skelfilegri, og allar segja þær frá hrakförum Aust-
urríkismanna. Og loks kemur sorgarfréttin af hinni
óskaplegu orustu við Königgrátz (3. júlí 1866). Loks
sigrar angistin og óþolinmæðin hana að fullu. Hún
leggur á stað til vígvallarins; þykist viss um, að
maðurinn sinn liggi þar limlestur og ætlar að hjúkra
honum. Pað sem fyrir hana ber á þessari ferð er
svo skelfilegt, að hún afber það ekki. Hún verður
veik af taugaofraun og vinur hennar einn, læknir,
kemur henni með naumindum heim til hennar aftur.
Pá er búið að flytja manninn hennar heim, særðan,
en þó ekki hættulega. En hann hefir sorgarsögu að
segja henni. Hann hefir horft á náfrænda sinn og
kæran vin, prússneskan herforingja, einkason móð-
ursystur hans, og hið mesta mannsefni — drepinn
fyrir augunum á honum.
Maður hennar kemst á fætur. Pau búa í höll
(6)