Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1915, Qupperneq 58
Hún heldur lífsverki hans áfram.
Hörmungasaga þessarar vesalings konu er him-
inhrópandi ákæra yfir peirri bölvun, sem af ófriði
leiðir. Raunir hennar eru sömu raunirnar, sem rek-
ast yfir púsundir og tugi púsunda og hundruð pús-
unda á ófriðartímum. Bókin lýsir skelfingum ófrið-
arins með slíku afli og slíkri snild, að ekki er pað
undur, pó að hún hafi gagntekið heilar pjóðir með
skelfingu og viðbjóði fyrir pessari mannaslátrun.
Sjálfsagt sjá margir málið í fyrsta sinni frá pessari
hlið, er þeir lesa pessa ágætu bók. Sjálfsagt á hún
eftir að hafa enn víðtækari áhrif hér eftir en hing-
að til.
Pað er nærri pví minkun fyrir islenzka tungu og
íslenzkar bókmentir, að pessi fræga bók skuli ekki
vera komin á íslenzku fyrir löngu. Auðvitað leyfir
ekki rúmið, sem mér er skamtað hér, að sýna neitt
verulegt af þeim myndum, sem hún hefir að geyma,
en eg get pó ekki stilt mig um, að þýða hér úr henni
fáeinar línur, til pess eins að sýna lesendum minum
ofurlitið af peim skelfingum, sem dyljast bak við
pessa veraldarsögulegu stórviðburði, sem fréttirnar
berast af í fám orðum út um löndin með simanum.
Friðrik Tilling heldur einskonar dagbók á vig-
vellinum. Hann segir meðal annars:
»Hvað hefi eg séð í dag? Pegar eg loka augun-
um, koma þessar skelfilegu myndir aftur fram fyrir
innri augum mínum, því miður alt of skýrar.----------
Hlustaðu nú á, hvaða myndir hafa brent sig inn í
meðvitund mína i dag. Fótgöngusveit er að klifra
upp bratta brekku. Á brekkubrúninni liggur óvina-
sveitin og skýtur á pá. Mennirnir, sem purfa að
neyta handa og fóta vegna brattans, rétta hver eftir
annan upp hendurnar. Byssurnar þeirra falla úr
höndum þeirra. Sjálfir taka þeir bakföll og hendast
fram af stalli eftir stall, par til peir liggja niðri á
jafnsléttu, sundurskotnir og sundurbrotnir. Pannig
(8)