Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1915, Síða 59
um hvern þeirra á fætur öðrum.-----Eg sé riddara
skamt frá mér. Sprengikúla þýtur hvínandi fram hjá.
Hesturinn hans tekur stökk út á hliðina um leið og
úún springur, og hendist siðan ram-fældur fram hjá
®ér. Maðurinn situr í hnakknum. En sprengikúlan
úeíir rifið úr honum kviðinn. Innýilin slást og flækj-
ast um knén á honum. Hryggurinn einn samtengir
efri og neðri hluta likamans. Svo fellur hann aftur
a bak, en er fastur í ístaðinu. Höfuðið á honum
lemst við grjótið, og hesturinn hendist áfram í dauð-
ans skelfingu.----Stórskotalið er á ferð eftir brött-
Utn og blautum vegi. Fallbyssuvagnarnir sökkva á
kaí í leðjuna og sitja par fastir. Hestarnir eru löðr-
a°di af svita, en peir eru lamdir áfram miskunnar-
laust. Einn peirra dettur niður dauð-uppgefinn. Hann
getur ekki hreyft sig, hvernig sem svipuliöggin dynja
a honum. Á friðartímum mundi hverjum manni
Verða hegnt fyrir pað, að fara þannig með skepnu
sJQa. En hermaðurinn gerir ekkert annað en skyldu
sina, er hann ber og lemur hestinn, par til blóðið
>agar úr honum. Pennan mismun pekkir vesalings
úýrið ekki. Pað á ekki nema eitt tákn til aö láta í
yósi sársauka sinn — það hneggjar. Vesalings dýrið
llneggjar upp, sárt og lengi, brýst um og dettur síð-
an dautt niður. Petta dauðahnegg ómar enn pá i
eyrunum á mér.--------í sveitaporpi einu er barist á
gotunum. Urgið og gnýrinn í múrveggjunum, sem
hrynja niður, blandaðist saman við vein dauðvona
®anna. Sprengikúla kom niður í einu húsinu og
sprakk par. Fjöldi hermannanna limlestist af múr-
steinunum, sem þeyttust í allar áttir. Einn glugginn
Var nærri pví kominn í höfuðið á mér. Kalkrykið
ur múrunum varð að kæfandi svælu. Um liverja
gótuna ei'tir aðra var barist miskunnarlaust. Loks
íaerðist leikurinn út á höfuðtorgið. Par stóð mynda-
stytta af guðs móður. Hún liélt barninu á öðrum
handleggnum, en rétti hina hendina fram til hless-
(9)