Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1915, Page 60
unar. Þar varð blóðbaðið ákafast. Eg barðist áfram
x mannþrönginni; eg heíi ekki hugmynd um, hve
marga eg drap og særði. í slíkum Darraðar-dans
missir maður alt vit. Tvent sá eg þó, sem eg aldrei
gleymi. Prússneskur hermaður, jötunn að vexti og
afli, reif einn af herforingjum vorum af baki. Pað
var kraftalítill, smávaxinn maður. Prússinn sló hon-
um við fótstall Mariumyndarinnar, svo að heilinn
slettist í allar áttir. Annar hermaður tók manninn,
sem reið við hlið mér, í báðar axlirnar, og sveigði
hann aftur á bak, þar til hryggurinn í honum brotn-
aði.-----Við sáum langa brú. Löng lest af vögnum
var að fara yfir hana. Hvað var í þeim vögnum?
Særðir menn eða vistaforði — eg veit það ekki. Peg-
ar alt var í bezta gengi, brotnaði brúin og allir vagn-
arnir steyptust í fljótið. — Brúarstöplarnir höfðu
verið sagaðir í sundur. —• —«
Pannig er löng runa af smámyndum frá vígvell-
inum. Dýrsleg grimd einkennir þær allar.
Ekki tekur betra við, þegar litið er yflr vígvöll-
ínn að orustunni lokinni. Maður, sem starfar í hjúkr-
unarsveitinni, er látinn lýsa því, sem þar heflr fyrir
hann borið. Hann segir meðal annars frá á þessa
leið:
»Enginn trumbuþytur heyrist (nóttina eftir orust-
una), ekkert fánalag, heldur að eins stunur særðra
manna og hryglan í þeim, sem eru að deyja. Á troð-
inni og sundursparkaðri jörðinni eru gljáandi rauðir
pyttir. Pað er hálfstorknað blóð. Alt kornið á ökr-
unum er troðið niður, eyðilagt. — Blómlegir sveita-
bæir eru orðnir að öskulirúgum og múrsteinadyngj-
um. í skógunum eru trén brotin og brend til kola,
runnarnir tættir sundur af kúlum og sprengikúlum,
og innan um þetta alt saman þúsundir af dauðum
mönnum og dauðsærðum. Meðfram vegunum og úti
á engjunum sést ekki nokkurt blóm, heldur er þar
dreift sem hráviði sverðum, byssustingjum, her-
(10)