Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1915, Side 61
^annatöskum, oltnum skotfæravögnum og fallbyssum
a sundurskotnum kerrum. Fram undan fallbyssu-
^jöftunum, sem eru svartir af púöurreyk, er jörðin
tuest ötuö blóði og þar liggja flest likin og flestir
saerðir og limlestir — blátt áfram tættir sundur af
^úlunum. Og svo hinir dauðu og dauðvona hestar!
-^leðal þeirra eru nokkrir, sem stöðugt reyna að rísa
a fætur. þeir koma fvrir sig framfótunum, en aftur-
parturinn er allur skotinn sundur. Peir reyna hvað
annað, þar til kraftarnir eru þrotnir. Peir veina
uPþ yfir sig og hniga út af, dauðir. í vegargeil nokk-
Urri er fult af valkesti. Menn hafa að likindum flúið
Þangað til að hlífa sér við kúlnahriðinni, dregist
þangað dauðsærðir, en stórskotalið lieíir ekið yfir þá
1 °rustu-æðinu. Þeir eru kramdir sundur af hjólum
°g hestafótum, bein og vöðvar orðnir að óskapnað-
arlegu deigi. Pó lifa margir þeirra enn þá. — Blóð-
ug stappa, og þó lifandi!
Þetta er þó ekki það andstyggilegasta. Enn höf-
Um við ekki minst á það, sem mannkyninu er mest
l'l smánar: líkránið. Að orustunni lokinni læðast
Þessir djöflar i mannsmynd að valnum. Þeir lúta of-
ar> að dauðum og særðum og fletta þá klæðum og
^rgripum. Peir finna ekki minstu vitund til með-
aumkvunar. Peir toga stigvélin af brotnum og blóð-
ugum fótunum, hringina af særðum höndunum. Ef
Þeir eru of fastir á fingrunum, er flngurinn skorinn
ai> eða jafnvel að eins bitinn eða slitinn af. Ef hinn
s®rði reynir að verja sig, er hann undir eins drep-
•un, eða augun stungin úr honum, svo að ekki skuli
hann þekkja þá, sem ræna hann---------------«.
Svo lýsir hann jarðarförinni. Hermennirnir eru
sjaldnast látnir grafa líkin sjálflr; þeir mega ekki
vera að því. Allskonar illþýði, sem jafnan eltir lier-
sveitirnar, eða er í nágrenni við vígstöðvarnar, er
rekið saman til þess. Stórar graíir eru teknar, en
ekki að sama skapi djúpar. Um er að gera, að koma
(11)