Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1915, Qupperneq 68
á húsum, heyjum og skipum, og sumstaðar urðu fjár-
skaðar. — Norðanlands var betri vetur. Á Austfjörð-
um voru miklar rigningar eftir nýár, og hlauzt tjón
af. Vorið var gott, en gerði pó kuldakast, er kipti úr
gróðri. Sumarið var votviðrasamt sunnanlands og vest-
an, en norðanlands og austan var öndvegistíð, og
varð heyskapur par í góðu lagi, en rýr annars staðar,
og nýttist heyfengur lítt. Gott haust fram að vetur-
nóttum, en úr pví spiltist veðráttan, einkum sunnan-
lands. Laust eftir miðjan október gerði aftakaveður
um land alt, og hlauzt víða mikið íjón af. — Um
haustið var miklu fargað af búpeningi um land alt.
Til Reykjavíkur og Borgarness var rekið um 80,000
fjár til slátrunar, og á Seyðisfirði var slátrað nær
12,000 sauðfjár. — Verð á landbúnaðarafurðum var
gott, sérstaklega var kjöt í hærra verði en undanfarið.
Fiskiveiðar um land alt voru í góðu meðallagi,
og verð á fiski og öðrum sjávarafurðum hátt.
Leit illa út með fiskpurkun sunnanlands, sökum ó-
purkanna, en pareð eftirspurn eftir fiski fór stöðugt
vaxandi, tókst að selja hann lítt eða jafnvel ópurk-
aðan sæmilegu verði. — 2 botnvörpuveiðagufuskip
keyptu Reykvikingar og seldu 11 fiskiskútur til Fær-
eyja. — Um 80 skip gengu til sildveiða norðanlands,
og munu útfluttar sildarafurðir hafa numið um 5
milj. króna. — Mest er sú veiði enn í höndum Norð-
manna. — Hvalveiðastöð á Hesteyri veiddi 63 hvali
á 7 skipum. — Fyrir ólöglega veiði voru um 40 skip
sektuð, og munu tekjur landssjóðs af pví hafa numið
um 80,000 kr.
Á árinu störfuðu 30 smjörbú, 19 nautgripafélög,
4 hrossræktarfélög og 9 sauðfjárkynbótabú.
Vitar voru reistir á Bjargtöngum, Kálfshamarsnesi,
Skagatá, Flatey á Skjálfanda og á Brimnesi við Seyð-
isfjörð.
(18)