Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1915, Page 71
Gunnarsson (forseti), Eiríkur Briem (varaforseti).
Ritnefnd: Hannes Éorsteinsson, Benedikt Sveins-
son og Lárus H. Bjarnason.
~~ 13. Alþingi slitið. Hafði haft til meðferðar 34
stjórnarfrumvörp og 66 þingmannafrv. Afgreiddi52
lög (20 stj.frv. og 32 þingm.frv.) og stjórnarskrár-
frv. að auki.
24. Sigurjón Pétursson vann í kappglímu, íslands-
belti i 4. sinn.
(Jkt. 13. Fullgerð raflýsing á Seyðisfirði.
~ 19-—20. Ofsaveður um land alt, er mikinn skaða
gerði. Fenti víða fé og fórst. Skip brotnuðu og
rak þau á land í Rvik og víðar.
~~ 20. Alþingi rofið, og nýjar kosningar ákveðnar
11. apríl.
Nóv. 1. Kona í Rvík byrlaði bróður sínum eitur í
roat, og beið hann bana af 11. s. m.
~ 2. »Morgunblaðið«, dagblað í Reykjavík, byrjar.
~~ 3- Gjaldkeramálið dæmt í yfirrétti. Kærði dæmd-
ur frá stöðu sinni og til að bæta Landsbankanum
tjón það, er sannað þótti að hann hefði beðið.
- 10. Vigfús Sigurðsson kom heim úr Grænlandsför.
~~ 14- Nýtt blað í Rvík (»Árvakur«) hóf göngu sína.
~~ 22. Konungsúrskurður um sérstakan íslenzk. fána.
~ 23. Skagfirðingar mintust 150 ára afmælis Hóla-
kirkju.
~~ 28. Ræktunarsjóðsverðlaun veitt 69 bændum, er
námu alls 4750 kr.
Bes. 6. Nýtt blað á Akureyri (»Mjölnir«) byrjar.
— 13. Fiskifélag íslands kaus Matth. Ólafsson alþm.
og Ólaf T. Sveinsson fyrir ráðunauta sína.
— 14. Vígö fríkirkja í Hafnarfirði.
— 20. Blaðið »Reykjavík« hætti að koma út.
b. Brunar.
Jan. 17. og 10. febr. Kviknaði í húsum í Rej'kjavík,
en eldurinn varð slöktur.
(21)