Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1915, Page 81
Áibók útlamla 1013.
Árið sem leið var róstusamt víða um heiminn.
Mest kvað þó að ófriðinum á Balkanskaganum. Ófrið-
ur sambandsríkjanna við Tyrki var að mestu leyti
um garð genginn áður en árið byrjaði, en hélt pó
enn áfram nokkuð fram á árið. Þegar honum fór aö
linna, ruku sambandsríkin sjálf í hár saman út af
herfangi því, sem þau höfðu náð frá Tyrkjum. Var
Þar einkum kent um hóflausum yfirgangi Búlgara.
Börðust þeir um hin herteknu lönd við Grikki og
Serba og fóru þar hinar mestu hrakfarir. Þá risu
einnig Rúmenar upp, sem til þess höfðu setið hjá
Þluilausir, og tóku hernámi sneið af Búlgaríu við
Svartahafið. Og loks risu Tyrkir upp úr valnum, og
endurunnu af Búlgurum kjarnann úr þeim hjeruðum,
sem Búlgarar höfðu áður vaðið yfir og náð á vald sitt,
Þar á meðal borginni Adríanópel. Undir árslokin var
Þessum ófriði lokið að kalla. Var þá Albania gerð
að sjálfstæðu ríki og þangað valinn þýzkur prins,
Gustav af Wied.
I Mexikó var borgarastyrjöld á árinu. Maður aö
nafni Huerta, hinn mesti grimdarseggur, braust þar
valda. Gekk þar ekki á öðru en blóðugum bar-
dögum, mannvígum og hryðjuverkum allan seinni
hluta ársins og var því ekki lokið um áramót.
Einnig var sifeldur ófriður i hinu nýstofnaða lýð-
veldi í Kína mestan hluta ársins. Rak þar hver upp-
reistin aðra og voru þær bældar niður með hinni
mestu grimd. — í Portúgal bólaði einnig allmikið á
ínnanríkis-óeirðum, og voru þær konungssinnum að
kenna, sem stöðugt leituðu lags að steypa lýðveld-
inu af stóli.
Einnig báru Spánverjar vopn á Marokkómenn.
Englendingar áttu að vísu hvergi beinlínis í ófriði
(31)