Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1915, Page 83
— 4. Orusta milli Tjrrkja og Búlgara viö Gallipólí.
— 7. Nátnusl. við Mansfield á Engl.l4menn bíða bana.
— 8. Tyrkir biða ósigur við Bulair.
— 9. Stjórnarbylting í Mexíkó. Byltingarmenn ná
Diaz úr fangelsi og gera hann að forseta.
— 10. Æfilok Scotts suðurfara l'réttast til bygðra
landa. Hann hafði náð suðurheimsskauti, en varð
úti á heimleið, ásamt förunautum sínum.
— 11. Auglýst trúlofun Ernst August hertoga af
Cumberland (dóttursonar Kristjáns 9.) og Viktoríu
Lovísu dóttur Þýzkalandskeisara. — S. d. Japanska
ráðuneytið segir af sér.
— 12. Barist af miklum móði á götum Mexíkóborgar.
14. Englendingar halda sorgarhátíð í St. Páls
kirkjunni í Lundúnum, út af láti Scotts suðurfara.
— 16. Samið um 24 stunda vopnahlé i Mexíkó.
— 17. Mikill húsbruni í Miklagarði.
— 18. Maderó, fj'rrum forseti í Mexíkó, tekinn last-
ur af uppreistarmönnum, ásamt ráðherrum hans.
19. Kvenréttindakonur í Lundúnum ráðast á hús,
sem ráðherrann Lloj'd George hefir í smíðum,
kveikja i því og stórskemma það. — S. d. Gustave
Maderó, bróðir forsetans, tekinn af lííi í Mexíkó.
20. Atkvæðakonur brenna skrauthýsi eitt í Lund-
únaborg. — S. d. Brennur skrautleg kirkja í St.
Pétursborg. — S. d. Brenna hús og munir fyrir
meira en 18 miljónir í Tógíó í Japan. — S. d.
Hueria brýst til valda í Mexíkó.
21. Nýtt ráðuneyti uppreistarm. myndað í Mexíkó.
— 22. Fyrv. forseti Maderó og fyrv. varaforseti Sua-
rez myrtir i Mexíkó.
— 24. 95 helztu fylgismenn Maderós teknir af lífi
í Mexíkó.
Marz 1. Tyrkir hiðja stórveldin að miðla málum á
Balkanskaga.
— 4. Pýzkur tundurbátur rekst á annað herskip
skamt frá Helgólandi og sekkur. 70 menn drukna.
(33) 3