Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1915, Side 94
Panama-skurðuriim.
Langt er síðan mönnum datt það stórræði fyrst
í hug, hvort ekki mundi mega grafa skipgengan skurð
yfir Panama-eiöið í Mið-Ameríku, þar sem þessi mikla
heimsálfa er mjóst, og tengja þannig saman Atlants-
haíið og Kyrrahafið. En þó að mönnum kæmi þetta
til hugar hvað eftir annað, var hægra sagt en gert
að framkvæma það. Nú er þó svo komið, að þessu
mikla mannvirki er í þann veginn að vera lokið. En
einlcennileg er saga þess og ekki allskostar gleðileg.
Pegar lokið hafði verið við Suez-skurðinn 1869,
var fyrir alvöru farið að snúa sér að því, að grafa
einnig sundur Panama-eiðið. Frakkar, sem lang-
mestan heiðurinn höfðu haft af Suez-skurðinum, vildu
nú einnig hafa forgönguna í þessu máli, og hófust
þegar handa. Sendu þeir mann til Kolúmbíu-lýðveld-
isins í Mið-Ameríku, sem Wyse hét og var undirfor-
ingi í hernum, til að skoða staðinn og leita fyrir sér
um einkaleyfi til skurðgraftarins. Samdi Wyse við
Kolúmbíu um einkaleyfið og nú var tekið að safna
saman hlutafé. Félag mikið var stofnað, sem hafa
skyldi framkvæmd verksins á hendi, og til þess að
greiða sem hezt f^'rir gengi og áliti félagsins, var
Lesseps fenginn, sá er verið hafði yíir-verkstjóri við
gröft Suez-skurðarins og hlotið aðdáun alls heimsins
fyrir dugnað sinn og verkfræðissnild, til þess að veita
einnig þessu verki forstöðu. Lesseps var þá nokkuð
hniginn að aldri, en þó enn í fullu fjöri. Hann gekk
þegar í málið og fylgdi því fram með orku þeirri og
áhuga, sem hann var svo alkunnur fyrir. Samt gekk
fremur tregt að safna fénu og fengust ekki saman
nema 600 miljónir franka, en áætlað var þá í f^'rstu,
að verkið mundi að minsta kosti kosta 8—900 milj.
Með þetta fé var byrjað á verkinu 1881.
(44)