Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1915, Qupperneq 96
Panamafélagið franska varð að hætta vegna fjárskorts
og rannsókn var hafin gegn því fyrir sviksemi og fjár-
drátt. Pað sem þar kom upp, var ljótara en nokk-
urn hafði grunað: mútuþágur hæstu manna ríkisins:
yfirvalda, ráðherra, þingmanna og blaðamanna; fals-
anir og fjársvik, sem engu tali tóku, nærri þvi 1200
miljónir franka tapaðar að mestu, og einkaleyfið
einnig tapað. Lesseps gamli var þá orðinn ellisljór
og vissi minst um það, hvað á gekk. Og svo lauk
hann æfi sinni (1894) að hann fékk aldrei að vita, að
hann var sjálfur dæmdur í 5 ára fangelsi fyrir fjár-
svik; af tilliti til fornrar frægðar var honum hlíft
við jafn-sorglegri vitneskju, manni þá hátt á níræð-
isaldri.
Þegar í slíkt óefni var komið, var útséð um það,
að Frakkar gætu lokið verkinu. Pá komu Banda-
ríkjamenn til sögunnar. Arið 1902 samþykti löggjaf-
arþing þeirra að fela stjórninni að leita samninga við
Frakka um kaup á verki þeirra, verkfærum og rétt-
indum í Panama, en ef ekki skyldi ganga saman, þá
að láta athuga það, hvort tiltækilegt mundi verða að
grafa eiðið í sundur á öðrum stað (í ríkinu Nikara-
gúa, smáríki fyrir norðan Kolúmbíu). Boosevelt var
þá forseti Bandaríkjanna, og tók hann þegar að fást
við þetta mál með alkunnum áhuga og dugnaði.
Samningarnir við Frakka gengu greiðlega. Banda-
ríkjamenn keyptu af þeim eignir þeirra og réttindi í
Panama, ásamt unnu verki og verkfærum fyrir 36
miljónir dala (dollara). Lakar gekk að ná samning-
um við lýðveldið Kolúmbiu. Var þá athugað ná-
kvæmlega, hvort ekki mundi vinnast jafn-létt að grafa
skurðinn gegnum Nikaragúa, og nota þar stöðuvatn
mikið sem kafla i skipaleiðinni, en rannsóknin leiddi
það í Ijós, að það mundi verða enn þá örðugra. Var
þá enn farið að reyna samninga við Kolúmbíu, en
tókst ekki. Ríkið vildi ekki sleppa úr höndum sér
öllum yfirráðum yfir skurðinum. Pá gerðist eitt af
(46)