Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1915, Page 97
sögulegustu atriðum pessa máls. Fj’lkið Panama
gerði uppreist og sagði sig úr lögum við Kolúmbíu.
Er því alment trúað, að þar hafi ekki Bandaríkja-
ttienn verið saklausir af nokkrum undirmálum. Banda-
nkjamenn urðu allra þjóða fyrstir til að viðurkenna
hið nýja ríki og hétu þvi vernd sinni, og neyddu þeir
Kolúmbíu til að viðurkenna sjálfstæði þess, eða sæta
afarkostum ella. Varð svo að vera sem Bandarikja-
menn vildu, því að ekki hafði Iíolúmbía bolmagn til
að etja við þá kappi. Tók nú Bandarikjastjórn að
semja við hið nýja Panamaríki, og lét það þegar af
bendi öll umráð yflr skurðinum og landspildu beggja
oiegin við hann til »æfinlegrar eignar« fyrir Banda*
rikin, gegn þóknun, sem var að upphæð 10 miljónir
öala. All var þetta komið í kring 18. nóv. 1903.
Nú var byrjað að nýju, þar sem fyr hafði verið
íra horflð. Kostnaðurinn við að fullgera skurðinn
var áætlaður um 140 miljónir dala, og gert ráð fyrir,
að verkið mætti vinna á 9 árum. Síðan heflr verið
unniö slitrulaust af mörg þúsund mönnum og með
Vlnnuvélum, meiri og fullkomnari, en nokkur dæmi
eru til áður í sögu mannvirkjafræðinnar. En ekki
hefir þó alt gengið þegjandi og hljóðalaust. Hvað
ehir annað hefir sá kvittur gosið upp í Bandaríkj-
unum, að ekki væri alt með feldu þarna suður frá,
°8 leiddi það eitt sinn til þess, að forseti Bandaríkj-
anna (Taft) brá sér suður eftir til eftirlits með heila
hersveit sérfræðinga til aðstoðar, og fann hann þar
ah 1 góðu gengi. Og nú, undir það að skurðurinn
verði tekinn til notkunar, hefir verið megnasti rigur
nulli Englendinga og Bandaríkjamanna um framtíð-
arnotkun hans. Einnig voru menn lengi að metast
uni það, hvaða skip ætti þann heiður að hljóta, aö
fara fyrst allra skipa eftir skurðinum frá hafi til hafs,
°g var lengi mælt, að það mundi verða norska rann-
s°knaskipið »Fram« með þá báða heimskautamenn-
(47)