Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1915, Síða 98
ina Amundsen og Peary innanborðs, og er sennilegt,
að svo verði láíið verða.
Eiðið, sem grafið er í sundur, er 65 km. á breidd
<nærri því 9 mílur eða eins og frá Rvík og austur
fyrir Hraungerði) og 100 m. (300 feta) hátt, þar sem
það er láglendast. Ár renna út af eiðinu til beggja
handa, og þó ekki séu þær vatnsmildar að jafnaði,
geta þær 200-faldast að vatnsmagni í rigningatíð, og
þarf því að búa vel um þær, ef þær eiga ekki að
flóa yfir alt og gera hin mestu spellvirki. Á miðju
eiðinu er lægð og í henni dálítið stöðuvatn, lón úr
ánum. Fyrir þessa lægð er hlaðið og hún gerð að
feikna miklu og djúpu stöðuvatni, skipgengu fyrir
mestu skip heimsins. Efefir til þess þurft að leggja
blómlega bygð í eyði, sem áður var meðfram vatn-
inu. Fyrirhleðslan er eitthvert mesta mannvirkið af
mörgum miklum þar syðra. Stýflugarðarnir eru víða
um 1000 m. þykkir að neðan og 40 m. á hæð. Beggja
megin vatnsins eru stýfiuskurðir með tveim stýílum
hverri upp af annari, því að yfirborð vatnsins liggur
28 m. hærra en sjávarins. Báðir eru skurðirnir grafnir
gegnum fjalllendi og mesta dýpi þeirra eru 75 m.
50—30 þúsund manns vinna stöðugt að verkinu. Hafa
læknar átt i mesta basli að vernda heilsu verkamann-
anna, því að hitinn er afskaplegur — um 8 stigum
fyrir norðan miðjarðarbaug — og loftið fult af alls-
konar pestnæmi, einkum þó eiturflugum, sem fram-
an af urðu mörgum manni að bana, en nú hefir mjög
tekist að útrýma. — Skipaleiðin frá Liverpool til San
Francisko styttist um 9527 km. við skurðinn og skipa-
leiðin frá sama stað til Valparísó (Chili) um 4535 km.
— Panama-skurðurinn er talinn lang-mesta mann-
virki, sem til þessa hefir unnið verið í heiminum.
Marz 1914. G. M.
(Að mestu eftir »Frems Aarb.« 1909).
(48)